Innlent

Íbúar moki frá sorptunnum

Atli Ísleifsson skrifar
Öll sorphirða er mjög þung þessa dagana vegna fannfergis síðustu daga.
Öll sorphirða er mjög þung þessa dagana vegna fannfergis síðustu daga. Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg hefur beint þeim orðum til íbúa að moka snjó frá sorptunnum eins og mögulegt er. Öll sorphirða er mjög þung þessa dagana vegna fannfergis síðustu daga.

Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri sorphirðu, segir sorphirðumenn vera í Vesturbæ Reykjavíkur í dag að hreinsa gráu tunnuna og síðan austan Snorrabrautar að hreinsa grænu og bláu fyrir pappír og plast. Á morgun verða þeir í miðbænum.

„Á Sorphirðudagatali næstu daga eru þessi svæði:

  • 12.-13. feb. Austurbær austan Snorrabrautar að Kringlumýrarbraut – grænar og bláar
  • 13.-14. feb. Austurbær – austan Kringlumýrarbrautar að Grensásvegi / Dalbraut – grænar og bláar
  • 14.-16. feb. Austurbær – austan Grensásvegar Dalbrautar að Elliðaám – grænar og bláar


Vandasamt getur verið að komast að tunnunum í tíðarfari sem þessu, stundum eru sorpgeymslur í kjöllurum og inn í görðum. Borgarbúar eru því beðnir um að kanna aðstæður og fylgjast með losun samkvæmt sorphirðudagatalinu.

Sorphirða Reykjavíkur þakkar kærlega fyrir og mun gera sitt besta til að losa allar tunnur samkvæmt áætlun en bendir á að mikilvægt sé að íbúar leggi lið við snjómoksturinn. Gott er einnig að athuga með lýsingu við sorpgeymslur og skýli,“ segir í tilkynningu frá borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×