Innlent

Kviknaði í snekkju við báta­bryggjuna í Reykja­vík

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Slökkviliðsmenn um við slökkvistörf í snekkjunni í morgun.
Slökkviliðsmenn um við slökkvistörf í snekkjunni í morgun. Vísir/hanna
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tvö útköll í Vesturbæ Reykjavíkur með nokkurra mínútna millibili upp úr klukkan 10:30 í morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra kom fyrst útkall um eld í snekkju við bátabryggjuna hjá Sjóminjasafninu. Skömmu síðar kom útkall um eld í íbúð á Ránargötu. Var þá stöðin sem fór niður að bryggju send á Ránargötu og allt tiltækt lið kallað út.

Bílar frá slökkvistöðvunum í Mosfellsbæ og Hafnarfirði voru sendar að bátnum en þegar í ljós kom að um minniháttar atvik var að ræða á Ránargötu var dregið úr viðbragðinu.

Þar var pottur á eldavél og hafði verið tilkynnt um eld en að sögn varðstjóra var ekki um eld að ræða heldur reyk og vonda lykt. Er nú unnið að því að reykræsta íbúðina.

Þá er jafnframt búið að slökkva eldinn í snekkjunni og verið að ræsta hann og skola burt verksummerki.

Fréttin var uppfærð klukkan 11:11.

Eldurinn kom upp í snekkjunni Hörpu sem liggur við bátabryggjuna í Reykjavík.vísir/hanna
Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í tvö útköll í Vesturbæ Reykjavíkur í dag.vísir/hanna
Frá vettvangi við bátabryggjuna í morgun.vísir/hanna
Vð Reykjavíkurhöfn í morgun.Vísir/Egill Aðalsteinsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×