Viðskipti innlent

Birgir Þór til H:N Markaðssamskipta

Atli Ísleifsson skrifar
Birgir Þór Harðarson starfaði áður hjá Kjarnanum.
Birgir Þór Harðarson starfaði áður hjá Kjarnanum. H:N Markaðssamskipti

Birgir Þór Harðarson hefur verið ráðinn sem framleiðslustjóri hjá H:N Markaðssamskiptum.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að hann hafi áður starfað hjá Kjarnanum. „Birgir Þór er 28 ára - uppalinn í Smáíbúðahverfinu. Hann gekk í Réttarholtsskóla en þaðan lá leiðin í Verslunarskóla Íslands og svo í Háskóla Íslands, þar sem hann lauk BA-gráðu í stjórnmálafræði.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Birgir Þór gríðarlega reynslu úr fjölmiðlaheiminum. Sautján ára hóf hann störf í umbroti á Fréttablaðinu en starfaði síðar sem blaðamaður þar. Hann er einn stofnenda Kjarnans og starfaði þar sem vefstjóri um fjögurra ára skeið áður en hann færði sig um set yfir til H:N Markaðssamskipta,“ segir í tilkynningunni.

Þá segir að á Kjarnanum hafi Birgir Þór meðal annars stýrt framleiðslu efnis, hannað heimasíðu miðilsins, stýrt upptökum á hljóðvarpsþáttum auk þess að skrifa inn á vefinn. Hann var tilnefndur til fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra, á Degi íslenskra náttúru, fyrir umfjöllun um loftslagsmál í Kjarnanum, veturinn 2016 - 2017.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
0,85
2
25.420
ICEAIR
0,5
19
118.812
GRND
0,46
1
50
ARION
0,28
1
1.285
FESTI
0
1
28.375

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-1,34
9
47.133
SJOVA
-1,13
2
25.192
REGINN
-0,7
6
74.795
ORIGO
-0,63
2
6.901
MARL
-0,5
10
286.176
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.