Innlent

Dómari víkur vegna ummæla

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Málið er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Málið er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/stefán
Héraðsdómarinn Kristrún Kristinsdóttir þarf að víkja sæti í forsjársviptingarmáli barnaverndarnefndar Reykjavíkur (BVNR) gegn foreldrum barns. Ástæðan er spurningar sem hún spurði lögmann BVNR að fyrir þinghald í desember að lögmanni foreldranna fjarstöddum.

Spurningarnar sneru meðal annars að því hverjir hefðu komið að vinnu málsins, hvaða aðstæður væru fyrir hendi og hverju úrskurður BVNR um forsjársviptingu byggðist. Lögmaðurinn taldi að dómarinn hefði í raun spurt sig hvort mark væri takandi á þeim gögnum BVNR sem hann hygðist leggja fyrir.

Lögmaður BVNR gerði kröfu um að Kristrún viki sæti þar sem með réttu mætti draga óhlutdrægni hennar í efa. Dómarinn hafnaði því en úrskurður hennar var kærður til Landsréttar sem komst að öndverðri niðurstöðu. Þarf Kristrún að víkja sæti af þeim sökum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×