Erlent

Hrósar Suður-Kóreumönnum fyrir vel heppnaða leika

Atli Ísleifsson skrifar
Kim Jong-un varð leiðtogi Norður-Kóreu árið 2011.
Kim Jong-un varð leiðtogi Norður-Kóreu árið 2011. Vísir/AFP
Kim Jong-un, leiðtogi Norður Kóreu, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hrósar Suður-Kóreumönnum fyrir vel heppnaða Vetrarólympíuleika og óskar þess að þíðan sem verið hefur í samskiptum landanna tveggja síðustu vikur haldi áfram.

Yfirlýsingin var send út um leið og systir leiðtogans, Kim Yo-jong, sneri aftur til Norður-Kóreu frá Ólympíuleikunum.

Kim Jong-un sagði í yfirlýsingunni leikana vera tilkomumikla.

Sú staðreynd að Norður-Kóreumenn skuli hafa sent sendinefnd á leikana er augjóst merki um batnandi samskipti, þrátt fyrir hina miklu spennu sem verið hefur á Kóreuskaga síðustu misserin, vegna kjarnorkutilrauna norðanmanna.


Tengdar fréttir

Kim Yong-un býður Moon Jae-in heim

Kim Jong-un einræðisherra Norður-Kóreu hefur boðið Moon Jae-in forseta Suður-Kóreu til Pyongyang í Norður-Kóreu. Slík heimsókn yrði fyrsti fundur leiðtoga kóresku ríkjanna í meira en áratug.

Pence opinn fyrir viðræðum við Norður-Kóreu

Á fundi Pence og forseta Suður-Kóreu ítrekaði varaforsetinn að alþjóðasamfélagið mætti ekki endurtaka sömu mistök og áður og létta á þrýstingi á Norður-Kóreu í staðinn fyrir viðræður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×