Innlent

Óvissustig virkjað á Hellisheiði og Þrengslum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Verið er að meta hvort loka þurfi Hellisheiði.
Verið er að meta hvort loka þurfi Hellisheiði. VÍSIR/JÓHANN K. JÓHANNSSON
Vegagerðin hefur virkjað óvissustig á Hellisheiði og Þrengslum. Að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar er verið að meta aðstæður varðandi hvort þurfi að loka og þá hvort hægt verði að halda Þrengslum opnum.

Í augnablikinu hefur vind lægt en samkvæmt veðurspá gæti hvesst aftur á milli klukkan 11 og 13.

Lokanir á vegum:

Lokað er á Kleifaheiði, Mikladal og Háldán vegna veðurs.

Einnig er lokað á Vatnsskarði, Öxnadalsheiði og í Víkurskarði vegna veðurs. Reiknað er með að aðstæður á þessum fjallvegum batni um miðjan dag.

Færð og aðstæður á vegum eru annars þessar:

Á Suðvestur- og Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum og víða skafrenningur. Þæfingfærð er á Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði og skafrenningur. Þungfært er á Þingvallavegi.

Snjóþekja eða þæfingsfærð er á  vegum á Vesturlandi og víða éljagangur eða snjókoma. Ófært er í nágrenni Arnarstapa en vegurinn verður hreinsaður um kl. 12.00.

Það er snjóþekja eða hálka á flestum leiðum á Vestfjörðum og enn ófært á Klettshálsi og lokað á Kleifarheiði,  Mikladal og Hálfdán. Þæfingsfærð er á Steingrímsfjarðarheiði en þar er versnandi veður.

Hálka eða snjóþekja er á vegum á Norðurlandi og ófært á kafla fyrir austan Hvammstanga og einnig ófært á Hófaskarði.  Lokað er yfir Vatnsskarð, Öxnadalsheiði og í Víkurskarði vegna óveðurs.

Á Austurlandi er víða snjóþekja á vegum en á Fjarðarheiði er þæfingsfærð og skafrenningur. Flughálka er frá Djúpavogi og suður að Jökulsárlóni og víða mjög hvasst og sviptivindar og slæmt ferðaveður. Hálka eða snjóþekja er þar fyrir vestan.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×