Innlent

Óttaslegnum gönguskíðamönnum komið til bjargar

Birgir Olgeirsson skrifar
Gönguskíðamennirnir voru staddir um 20 kílómetra frá Laugafelli í mjög vondu veðri.
Gönguskíðamennirnir voru staddir um 20 kílómetra frá Laugafelli í mjög vondu veðri. Vísir/Vilhelm
Um klukkan 11 höfðu tveir erlendir gönguskíðamenn samband við neyðarlínu og óskuðu aðstoðar en þeir voru þá staddir um 20 kílómetra frá Laugafelli í mjög vondu veðri. Mennirnir höfðu leitað skjóls í tjaldi en tjaldið var orðið mjög blautt og óttuðust þeir að það myndi fjúka. Óskað var eftir aðstoð þyrlu landhelgisgæslunnar og var hún send á staðinn.

Einnig voru kallaðar út björgunarsveitir frá Norðurlandi og Suðurlandi og héldu þær áleiðis á staðinn. Um klukkan 16 náði áhöfn þyrlunnar að finna mennina og komast að þeim en mjög slæmar aðstæður voru á vettvangi.

Mönnunum var komið um borð í þyrluna og flogið með þá til Akureyrar. Mennirnir voru ómeiddir og þakklátir björgunaraðilum. Björgunarsveitir voru kallaðar til baka þegar ljóst var að búið var að finna mennina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×