Golf

Tiger: Það er sigurtími

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tiger hress og kátur á blaðamannafundinum í gær.
Tiger hress og kátur á blaðamannafundinum í gær. vísir/getty
Það glytti í gamla, góða Tiger Woods á blaðamannafundi í gær þar sem hann talaði af smá hroka.

Tiger er mikill vinur margra andstæðinga sinna sem eru yngri en hann. Tiger var spurður að því hvort hann ætlaði að sleppa öllu spjalli og vinalegheitum við þá Rory McIlroy og Justin Thomas sem eru í holli með honum á Genesis Open á morgun. Einnig hvernig hann teldi að þeir myndu bregðast við.





„Mér er alveg sama hvernig þeir myndu bregðast við. Ég er að reyna að vinna golfmót og þeir eru eflaust að hugsa það sama. Það er sigurtími,“ sagði kokhraustur Tiger sem er allur að koma til innan sem utan vallar. Því fagna golfáhugamenn.

Mótið hefst á morgun og verður í beinni útsendingu frá klukkan 19.00 á Golfstöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×