Erlent

Líkamsleifar de Araujo fundnar

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Lögregla óskaði eftir ábendingum frá almenningi í tengslum við leitina.
Lögregla óskaði eftir ábendingum frá almenningi í tengslum við leitina. Vísir/Skjáskot
Líkamsleifar Maelys de Araujo, níu ára gamallar franskrar stúlku sem hvarf í brúðkaupi í ágúst, hafa verið fundnar. BBC greinir frá.

Maelys hvarf úr brúðkaupi í bænum Pont-de-Beauvoisin 27. ágúst á síðasta ári. Hinn 34 ára gamli Nordahl Lelandais, fyrrum hermaður, hefur játað að hafa myrt stúlkuna. Segir hann að um manndráp af gáleysi sé að ræða en hefur ekki viljað greina nánar frá málsatvikum.

Lelandais ákvað að sýna samstarfsvilja þegar lögreglan fann blóð í bíl hans á dögunum. Segist hann hafa losað sig við líkið og beðið forleldra stúlkunnar afsökunar. Hann hafði áður viðurkennt að Maelys hafi verið í bíl hans kvöldið sem hún hvarf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×