Enski boltinn

Stal 700 milljónum af eiginkonunni til þess að kaupa Portsmouth

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Al Fahim er hann keypti Portsmouth. Enginn vissi þá að hann hefði stolið peningum af konunni sinni til þess að kaupa félagið.
Al Fahim er hann keypti Portsmouth. Enginn vissi þá að hann hefði stolið peningum af konunni sinni til þess að kaupa félagið. vísir/getty
Sulaiman Al Fahim var eigandi enska félagsins Portsmouth í sex vikur árið 2009 en nú er búið að dæma hann í fimm ára fangelsi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Fangelsisdóminn fékk hann fyrir að ræna 705 milljónum króna af eiginkonu sinni til þess að kaupa Portsmouth. Hann seldi svo félagið til Ali Al Faraj.

Eiginkonan komst ekki að ráninu fyrr en nokkrum árum síðar enda höfðu bankastarfsmenn unnið með Al Fahim í að blekkja hana. Bankastjórinn fékk einnig fimm ára fangelsisdóm fyrir aðstoð sína í málinu.

Er Al Fahim átti Portsmouth var liðið í úrvalsdeildinni. Fjórum árum síðar hafði félagið farið tvisvar í greiðslustöðvun, fallið þrisvar og átt sjö mismunandi eigendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×