Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tilkynnti síðdegis að hann hefði tekið þá ákvörðun að Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmanna hans, hætti störfum frá og með deginum í dag. Fjallað verður um málið í fréttum Stöðvar 2. Einnig verður sagt frá þeirri ákvörðun Landsvirkjunar að gera ótímabundið hlé á virkjunarframkvæmdum og verður rætt við Hörð Arnarson forstjóra Landsvirkjunar í tengslum við málið. Við segjum einnig frá fundi fulltrúa Öryrkjabandalagsins með aðstoðarmanni utanríkisráðherra í morgun vegna máls Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem er í farbanni á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×