Handbolti

Tandri hafði betur gegn þremur Íslendingum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tandri í landsleik.
Tandri í landsleik. vísir/anton
Tandi Már Konráðsson skoraði tvö mörk fyrir topplið Skjern í dönsku úrvalsdeildinni þegar liðið vann fimm marka sigur á Århus, 32-27.

Tandri og félagar voru sterkari aðilinn strax frá upphafsflauti, en þeir leiddu mest með sex mörkum í fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum var 18-12.

Í síðari háfleik var svo aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda, en Skjern hafði tröllatök á þessum leik og situr á toppi deildarinnar með þriggja stiga forskot á GOG sem á þó leik til góða.

Með Árósarliðinu leika þrír Íslendingar, en Sigvaldi Guðjónsson skoraði tvö mörk úr fjórum skotum, Ómar Ingi Magnússon skoraði ekkert úr fimm skotum og Róbert Gunnarsson skaut ekki að marki. Árhúsarliðið er í sjöunda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×