Fótbolti

Rúrik spilaði allan leikinn í mikilvægum sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúrik í leik með Sandhausen.
Rúrik í leik með Sandhausen. vísir/getty
Rúrik Gíslason spilaði allan leikinn fyrir Sandhausen þegar liðið vann mikilvægan 1-0 sigur á Kaiserslatuern í þýsku B-deildinni í dag.

Rúrik gekk í raðir Sandhausen frá Nurnberg í janúar glugganum og hefur verið að spila reglulega eftir að hann skipti um lið.

Hann var í byrjunarliðinu í kvöld og spilaði allan leikinn þegar liðið vann afar mikilvægan 1-0 sigur á Kaiserslautern. Philipp Förster skoraði sigurmarkið á 78. mínútu.

Með sigrinum skýst Sandhausen upp í fjórða sæti deildarinnar, stigi á eftir Holsten Kiel, en þeir eiga þó leik til góða.

Þriðja sætið gefur umspil og efstu tvö fara upp um deild svo það eru mikilvægir leikir framundan hjá Rúrik og félögum sem eru í mikilli baráttu að komast í deild þeirra bestu í Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×