Fótbolti

Metjöfnun hjá Barcelona | 31 leikur í röð án taps

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Gaman hjá Barcelona í vetur
Gaman hjá Barcelona í vetur vísir/getty
Barcelona vann enn einn leikinn í spænsku úrvalsdeildinni í gær þegar liðið vann 0-2 útisigur á Eibar og er því með tíu stiga forystu á toppi deildarinnar.

Liðið er enn taplaust á tímabilinu eftir 24 leiki, hefur unnið nítján og gert fimm jafntefli. Liðið endaði síðasta tímabil með sjö leikja sigurgöngu og hefur því spilað 31 leik í röð í spænsku úrvalsdeildinni án þess að tapa.

Er því um að ræða metjöfnun hjá Barcelona en liðið lék jafnmarga leiki í röð án taps undir stjórn Pep Guardiola.

Metið í spænsku úrvalsdeildinni frá upphafi á hins vegar Real Sociedad sem lék 38 leiki í röð án taps frá 29.apríl 1979-4.maí 1980.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×