Ég á hana! Þorsteinn V. Einarsson skrifar 18. febrúar 2018 19:30 Ég fór í bíó um síðustu helgi með sex ára syni mínum. Sáum teiknimynd um lítinn karlkyns fuglsunga sem horfði upp á föður sinn drepinn, var rænt af óhugnanlegum ketti og svo yfirgefinn af fjölskyldu sinni. Áður en að þeim hörmungum kom kynntist unginn kvenkyns unga og úr því var gerð rómantísk sena, þau kysstust og urðu auðvitað ástfangin. Skýr skilaboð um að stelpa og strákur eigi að verða ástfangin, þau geta ekki bara verið vinir. Myndin er stútfull af skaðlegum stöðluðum karlmennskuímyndum, sem mig langar aðeins að velta fyrir mér í femínísku ljósi. Skaðleg karlmennska byggist til dæmis upp á skorti á tilfinninganæmni. Það er akkúrat það sem einkennir ungann. Hann er staðráðinn í að bjarga fjölskyldu sinni og ástinni og syrgir aldrei pabba sinn né það að vera yfirgefinn. Annað dæmi um skaðlega karlmennsku er að karlmenn eigi að bjarga sér og öðrum. Þriðja dæmið er fyrirhafnarlaus snilli: að að þurfa ekki að æfa sig og leggja mikið á sig til að ná árangri, heldur sé dyggð karlmennskunnar að vera fæddur sigurvegari. Læra ekkert fyrir próf en fá samt 9. Unginn leyfir okkur að njóta allskonar fyrirhafnarlausrar snilli sinnar í gegnum teiknimyndina. Fjórða dæmið og það allra versta var þó þegar unginn sagði reiðilega: „ÉG Á HANA! ÉG Á HANA!” um vinkonu sína þegar hann sá hana fyrir sér með öðrum strák. Þessi sjúka ást, reiði og afbrýðisemi er síðan það sem fær ungann til að læra að fljúga og vera hugrakkan. Hræðileg framsetning og hræðileg skilaboð. Þarna er gefið í skyn að afbrýðisemi sé eðlileg birtingarmynd ástar og að eignarhald karlkyns yfir kvenkyni sé í lagi. Strax í teiknimyndum er byrjað að undiskipa konur. Feðraveldið er mætt. Þessi birtingarmynd á karlmennskunni er síendurtekið þrástef í miklu barnaefni og skapar þannig hugmyndir barna um það sem telst gott og rétt. Allt frá því að við höfum varla hugmynd um hver við erum. Karlmennskan, kynjatvíhyggjan, gagnkynhneigðarhyggjan og mismununin er búin til í teiknimyndum og viðhaldið af okkur sjálfum í algjöru andvaraleysi. Af því að hún er svo ótrúlega samofin veruleika okkar. Mér hefði þótt gaman að sjá karlkyns og kvenkyns ungann verða góða vini, sleppa þessari rómantík hjá ungunum. Það hefði mátt gefa tilfinningum ungans meiri gaum, ekki sýna hann sem nánast tilfinningalausa hetju sem heldur áfram sama á hverju dynur, drifinn áfram af afbrýðisemi og mikilmennsku. Fyrir utan að það hefði auðvitað mátt hafa kvenkyns ungann sem aðalsöguhetjuna eða allavega sýna tvær kvenkyns persónur tala saman um annað en karlkyn. Mér finnst að ábyrgð þeirra sem búa til teiknimyndir fyrir börn þurfi að vera meiri en sú að ala á skaðlegum staðalmyndum. Af því að það er akkúrat þessi framsetning karlmennskunnar sem á þátt í afbökuðum samskiptum kynja. Þetta er karlmennskumein sem við þurfum að taka ábyrgð á í sameiningu, að byggja upp betri karlmennsku. Það er eftirspurn eftir henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég fór í bíó um síðustu helgi með sex ára syni mínum. Sáum teiknimynd um lítinn karlkyns fuglsunga sem horfði upp á föður sinn drepinn, var rænt af óhugnanlegum ketti og svo yfirgefinn af fjölskyldu sinni. Áður en að þeim hörmungum kom kynntist unginn kvenkyns unga og úr því var gerð rómantísk sena, þau kysstust og urðu auðvitað ástfangin. Skýr skilaboð um að stelpa og strákur eigi að verða ástfangin, þau geta ekki bara verið vinir. Myndin er stútfull af skaðlegum stöðluðum karlmennskuímyndum, sem mig langar aðeins að velta fyrir mér í femínísku ljósi. Skaðleg karlmennska byggist til dæmis upp á skorti á tilfinninganæmni. Það er akkúrat það sem einkennir ungann. Hann er staðráðinn í að bjarga fjölskyldu sinni og ástinni og syrgir aldrei pabba sinn né það að vera yfirgefinn. Annað dæmi um skaðlega karlmennsku er að karlmenn eigi að bjarga sér og öðrum. Þriðja dæmið er fyrirhafnarlaus snilli: að að þurfa ekki að æfa sig og leggja mikið á sig til að ná árangri, heldur sé dyggð karlmennskunnar að vera fæddur sigurvegari. Læra ekkert fyrir próf en fá samt 9. Unginn leyfir okkur að njóta allskonar fyrirhafnarlausrar snilli sinnar í gegnum teiknimyndina. Fjórða dæmið og það allra versta var þó þegar unginn sagði reiðilega: „ÉG Á HANA! ÉG Á HANA!” um vinkonu sína þegar hann sá hana fyrir sér með öðrum strák. Þessi sjúka ást, reiði og afbrýðisemi er síðan það sem fær ungann til að læra að fljúga og vera hugrakkan. Hræðileg framsetning og hræðileg skilaboð. Þarna er gefið í skyn að afbrýðisemi sé eðlileg birtingarmynd ástar og að eignarhald karlkyns yfir kvenkyni sé í lagi. Strax í teiknimyndum er byrjað að undiskipa konur. Feðraveldið er mætt. Þessi birtingarmynd á karlmennskunni er síendurtekið þrástef í miklu barnaefni og skapar þannig hugmyndir barna um það sem telst gott og rétt. Allt frá því að við höfum varla hugmynd um hver við erum. Karlmennskan, kynjatvíhyggjan, gagnkynhneigðarhyggjan og mismununin er búin til í teiknimyndum og viðhaldið af okkur sjálfum í algjöru andvaraleysi. Af því að hún er svo ótrúlega samofin veruleika okkar. Mér hefði þótt gaman að sjá karlkyns og kvenkyns ungann verða góða vini, sleppa þessari rómantík hjá ungunum. Það hefði mátt gefa tilfinningum ungans meiri gaum, ekki sýna hann sem nánast tilfinningalausa hetju sem heldur áfram sama á hverju dynur, drifinn áfram af afbrýðisemi og mikilmennsku. Fyrir utan að það hefði auðvitað mátt hafa kvenkyns ungann sem aðalsöguhetjuna eða allavega sýna tvær kvenkyns persónur tala saman um annað en karlkyn. Mér finnst að ábyrgð þeirra sem búa til teiknimyndir fyrir börn þurfi að vera meiri en sú að ala á skaðlegum staðalmyndum. Af því að það er akkúrat þessi framsetning karlmennskunnar sem á þátt í afbökuðum samskiptum kynja. Þetta er karlmennskumein sem við þurfum að taka ábyrgð á í sameiningu, að byggja upp betri karlmennsku. Það er eftirspurn eftir henni.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar