Íslenski boltinn

Blikar skoruðu sex gegn Þrótti

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Blikar fagna sigri síðasta sumar.
Blikar fagna sigri síðasta sumar. Vísir.
Fjórir leikir voru á dagskrá A-deildar Lengjubikars karla í dag og voru alls fjórtán mörk skoruð í þeim.

Ekkert þeirra kom þó þegar Grindavík og Þór mættust í riðli 4 en í sama riðli vann FH öruggan sigur á Selfyssingum á meðan HK og Fylkir skildu jöfn.

Breiðablik burstaði Þróttara þar sem Kópavogsliðið skoraði sex mörk gegn engu marki Þróttar. Blikar unnu 7-0 sigur á ÍR í fyrstu umferð keppninnar.



Úrslit dagsins

A-deild riðill 2

Þróttur R. 0 - 6 Breiðablik 

0-1 Hrvoje Tokic ('25) 

0-2 Arnþór Ari Atlason ('26) 

0-3 Gísli Eyjólfsson ('80) 

0-4 Sveinn Aron Guðjohnsen ('86) 

0-5 Arnór Gauti Ragnarsson ('89) 

0-6 Arnór Gauti Ragnarsson ('93) 

A-deild riðill 4

Grindavík 0 - 0 Þór 

Rautt spjald:
Sigurjón Rúnarsson, Grindavík (´58)

FH 3 - 1 Selfoss 

1-0 Steven Lennon, víti (´22)

2-0 Halldór Orri Björnsson (´45)

3-0 Steven Lennon (´54)

3-1 Markaskorara vantar (´73)

Fylkir 2 - 2 HK 

1-0 Hákon Ingi Jónsson (´32)

2-0 Hákon Ingi Jónsson (´34)

2-1 Guðmundur Þór Júlíusson (´69)

2-2 Guðmundur Þór Júlíusson (´88)



Upplýsingar um markaskorara af urslit.net.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×