Handbolti

Ísland í erfiðum riðli á EM U20

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Teitur Örn Einarsson hefur spilað vel með yngri landsliðum Íslands
Teitur Örn Einarsson hefur spilað vel með yngri landsliðum Íslands Vísir/Facebook-síða HSÍ
Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri lenti í erfiðum riðli í lokakeppni EM en dregið var í riðla í dag.

Ísland er í riðli með Þjóðverjum, Svíum og Rúmenum.

Þýska liðið varð í þriðja sæti í keppni undir 18 ára landsliða árið 2016. Í þeirri keppni urðu Íslendingar í sjöunda sæti. Þá var Ísland einnig í riðli með Svíum og vann Ísland leik liðanna með þremur mörkum. Rúmenar tóku ekki þátt í því móti.

Mótið fer fram dagana 19. - 29. júlí á þessu ári og verður haldið í slóvensku borginni Celje.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×