Erlent

Kjúklingakeðja lokar í Bretlandi vegna kjúklingaskorts

Kjartan Kjartansson skrifar
Þeir sem ætluðu að gæða sér á djúpsteiktum kjúkling í þessu útibúi KFC í Suður-London komu að tómum kofanum í dag.
Þeir sem ætluðu að gæða sér á djúpsteiktum kjúkling í þessu útibúi KFC í Suður-London komu að tómum kofanum í dag. Vísir/AFP
Skyndibitakeðjan KFC hefur lokað meira en helmingi veitingastaða sinna í Bretlandi eftir að kjúklingurinn kláraðist. Skipulagsvandamál hjá þjónustufyrirtæki hafa leitt til þess að kjúklingur hefur ekki borist til staðanna.

KFC hefur nýlega gert samning við flutningsfyrirtækið DHL um vöruflutninga. DHL segir fjöldi sendinga hafi annað hvort tafist eða ekki skilað sér að fullu síðustu daga. Unnið sé að því að koma skikk á sendingarnar.

Í millitíðinni hefur hundruð veitingastaða KFC verið lokað. Breska ríkisútvarpið BBC segir að starfsfólk staðanna hafi verið hvatt til að taka sér frí á meðan en enginn hafi verið neyddur til þess. Fast starfsfólk sem vinnur á stöðum í eigu KFC fær hefðbundin laun og hlutastarfsmenn fá greitt eftir meðalvinnutíma síðustu þriggja mánaða.

Yfirgnæfandi meirihluti KFC-staða í Bretlandi eru hins vegar reknir með sérleyfi frá keðjunni. Talsmenn KFC segja að fyrirtækið hvetji leyfishafa til þess að greiða starfsfólki laun samkvæmt sömu stefnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×