Innlent

Fjórðungsálag á Airbnb-tekjur

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Yfirskattanefnd tók útskýringar konunnar ekki trúanlegar.
Yfirskattanefnd tók útskýringar konunnar ekki trúanlegar. vísir/anton brink
Kona þarf að greiða 25 prósenta álag á tekjur af útleigu íbúðar á Airbnb eftir að hún gaf tekjurnar ranglega upp til skatts. Þetta er niðurstaða yfirskattanefndar. Málið varðar útleigu íbúðarinnar árið 2014 en þá fékk konan tæpar tvær milljónir króna í tekjur af henni.

Konan hafði stofnað hlutafélag í kringum rekstur íbúðarinnar en Airbnb heimilaði ekki að félög gætu leigt út íbúðir. Því hefði hún tekið við greiðslum á Paypal-reikning sinn fyrir hönd félagsins. Hélt útleigjandinn því fram að um endurgreiðslu á láni hennar til félagsins væri að ræða og tekjurnar því í raun félagsins en ekki hennar.

Yfirskattanefnd tók þær útskýringar ekki trúanlegar. Hún hefði ekki getið kröfu á félagið í fyrri skattframtölum auk þess að teknanna af útleigunni væri ekki getið í reikningum félagsins. Henni bæri því sjálfri að greiða skatt af upphæðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×