Skoðun

Femínistar fyrir Heiðu Björgu

Stuðningsfólk Heiður Bjargar Hilmilsdóttur skrifar
Dagana 9. og 10. febrúar verður kosið um forystu Samfylkingarinnar í Reykjavík. Undirrituð eru ungir femínistar sem styðja Heiðu Björgu í 2. sæti.

Heiða Björg hefur verið óþreytandi í baráttunni gegn ofbeldi í Reykjavík og er fulltrúi femínista sem hugsa um hagsmuni allra kvenna, óháð uppruna, fötlunar, stöðu, efnahags, kynhneigðar og kyngervis.

Dæmi um þau verkefni sem Heiða hefur veitt forystu eru:

Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, var stofnuð.

-Átak með lögreglu til að bæta verklag í málum er varða heimilisofbeldi.

-Allar starfstöðvar þar sem unnið er með fólki með fatlanir voru heimsóttar og fjallað um ofbeldi gegn fötluðu fólki og viðbrögð við því.

-Brátt verður sett af stað verkefnið „Opinskátt um ofbeldi“ sem stuðlar að fræðslu fyrir börn um ofbeldi.

-Stofnun ofbeldisvarnarnefndar sem tryggir að ofbeldisforvarnir eru viðvarandi viðfangsefni stjórnmálanna.

-Næturstrætó til að auka öryggi kvenna í miðbænum.

-Aukið myndavélaeftirlit til að tryggja öryggi í samvinnu við lögregluna og neyðarlínuna.

-Aðgerðaráætlun gegn mansali og innan tíðar verða öll hótel gerð klám- og vændisfrí.

-Allir sem sækja félagsþjónustu hjá borginni skimaðir fyrir einkennum ofbeldis.

Heiða Björg tók þar að auki virkan þátt í #Metoo byltingunni á Íslandi sem hefur haft ótrúleg áhrif á femíníska baráttu og treystum við henni til þess að bera byltinguna áfram.

Við hvetjum Samfylkingarfólk til að setja Heiðu Björgu í 2. sæti!

Andrea Dagbjört Pálsdóttir, kaffibarþjónn

Anna Pála Sverrisdóttir, lögfræðingur og fyrrum formaður Ungra jafnaðarmanna

Arna Sigríður Albertsdóttir, nemi

Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri

Ása Elín Helgadóttir, nemi

Ásdís Birna Gylfadóttir, háskólanemi

Ástþór Jón Tryggvason, þjálfari og forstöðumaður

Branddís Ásrún Snæfríðardóttir, háskólanemi og þjálfari

Colin Arnold Dalrymple, stjórnmálafræðingur

Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfr., oddviti Röskvu og formaður Hugrúnar geðfræðslufélags

Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, alþjóðaforseti LÍS, Landssamtaka íslenskra stúdenta

Eva Dröfn Hassell Guðmundsdóttir, aktívisti og háskólanemi

Eva Indriðadóttir, deildarstjóri og fyrrum formaður Ungra jafnaðarmanna

Eva Lín Vilhjálmsdóttir, háskólanemi

Fanney Svansdóttir, hönnuður og háskólanemi

Guðrún Arna Kristjánsdóttir, rekstrar- og markaðsstjóri

Heiður Anna Helgadóttir, fyrrum formaður Femínistafélags Háskóla Íslands

Helga Lind Mar, drusla og aktívisti

Hjalti Vigfússon, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar 2012-2017

Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, fötlunaraktívisti og stofnandi Völvunnar

Inger Erla Thomsen, femínisti og aktívisti

Ingigerður Bjarndís Írisar Ágústsdóttir, stofnandi Völvunnar

Isabel Alejandra Díaz, háskólanemi

Jónas Már Torfason, háskólanemi

Kamilla Einarsdóttir, bókavörður

Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar og háskólanemi

Marinó Örn Ólafsson, háskólanemi

Matthew Deaves, skrifstofumaður

Nikólína Hildur Sveinsdóttir, háskólanemi

Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar

Rósanna Andrésdóttir, stjórnmálafræðingur

Sara Mansour, aktívisti og háskólanemi

Sigrún Skaftadóttir, plötusnúður

Sigurgeir Ingi Auðar-Þorkelsson, háskólanemi

Steinunn Ólína Hafliðadóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum

Unnur Tryggvadóttir Flóvenz, kynjafræðingur

Þorbjörg Þorvaldsdóttir, málfræðingur

Þórhildur Hlín Oddgeirsdóttir, háskólanemi




Skoðun

Sjá meira


×