Líkist stundum nútíma þrælahaldi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. febrúar 2018 19:30 Erlendir sjálfboðaliðar óska reglulega eftir hjálp verkalýðsfélaga til að koma sér úr slæmu vinnuumhverfi hér á landi. Að sögn sérfræðings hjá ASÍ er fólkið jafnan fengið til Íslands á fölskum forsendum. ASÍ opnaði á dögunum heimasíðuna volunteering.is þar vakin er athygli á því að sjálfboðaliðastörf í hagnaðarskyni fyrir atvinnurekendur eru óheimil á Íslandi. Venja er hins vegar fyrir sjálfboðaliðastörfum í þágu góðgerðar- menningar eða mannúðarmála. Aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ segir ólaunaðar stöður á Íslandi auglýstar á mörgum síðum. „Við skoðuðum einn svona vef og þar voru 215 tilboð um sjálfboðaliðastörf og í sumum tilfellum var verið að auglýsa eftir fleiri en einum og fleiri en tveimur starfsmönnum," segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Sérfræðingur hjá ASÍ segir þetta sérstaklega algengt í ferðaþjónustu og á bóndabýlum. Hún tekur sem dæmi hestaleigu á Snæfellsnesi sem þurfti ítrekað að á skoða á síðasta ári. „Í þessu tilfelli þá fengum við hjálparbeiðni og fólk þurfti að komast í burtu og það var bara fulltrúi frá stéttarfélaginu sem þurfti að sækja viðkomandi og koma honum í burtu," segir María Lóa Friðjónsdóttir, sérfræðingur í vinnustaðaeftirliti. Reglulega er óskað eftir aðstoð og er fólkið þá aðstoðað við að komast aftur heim eða í aðra vinnu. Nýlega hafði María Lóa einnig afskipti af lista- og menningarfyrirtæki á Vesturlandi sem hafði lengt vinnutíma sjálfboðaliða verulega. „Hann var búinn að vera vinna þarna allan veturinn 24/7. Sá algjörlega um staðinn, allar bókanir og allt annað. Hann var að fá 100 þúsund krónur á mánuði og þurfti svo að borga fyrir húsnæði," segir María Lóa. Fólkið er oft fengið til landsins á fölskum forsendum um litla vinnu sem veiti viðkomandi kost á því að skoða landið. „Við rákumst á allt of mörg dæmi um þetta. Að hlutirnir voru nánast það sem við köllum nútíma þrælahald," segir hún. Þau telja vöntun á frekari úrræðum til þess að stöðva síbrotamenn. „Það væri hægt að fá að loka viðkomandi ferðaþjónustu eða atvinnustað. Það væri hægt að beita sektarákvæðum. Ég held að þessi tvö ráð séu svona þau öflugustu," segir María Lóa. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira
Erlendir sjálfboðaliðar óska reglulega eftir hjálp verkalýðsfélaga til að koma sér úr slæmu vinnuumhverfi hér á landi. Að sögn sérfræðings hjá ASÍ er fólkið jafnan fengið til Íslands á fölskum forsendum. ASÍ opnaði á dögunum heimasíðuna volunteering.is þar vakin er athygli á því að sjálfboðaliðastörf í hagnaðarskyni fyrir atvinnurekendur eru óheimil á Íslandi. Venja er hins vegar fyrir sjálfboðaliðastörfum í þágu góðgerðar- menningar eða mannúðarmála. Aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ segir ólaunaðar stöður á Íslandi auglýstar á mörgum síðum. „Við skoðuðum einn svona vef og þar voru 215 tilboð um sjálfboðaliðastörf og í sumum tilfellum var verið að auglýsa eftir fleiri en einum og fleiri en tveimur starfsmönnum," segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Sérfræðingur hjá ASÍ segir þetta sérstaklega algengt í ferðaþjónustu og á bóndabýlum. Hún tekur sem dæmi hestaleigu á Snæfellsnesi sem þurfti ítrekað að á skoða á síðasta ári. „Í þessu tilfelli þá fengum við hjálparbeiðni og fólk þurfti að komast í burtu og það var bara fulltrúi frá stéttarfélaginu sem þurfti að sækja viðkomandi og koma honum í burtu," segir María Lóa Friðjónsdóttir, sérfræðingur í vinnustaðaeftirliti. Reglulega er óskað eftir aðstoð og er fólkið þá aðstoðað við að komast aftur heim eða í aðra vinnu. Nýlega hafði María Lóa einnig afskipti af lista- og menningarfyrirtæki á Vesturlandi sem hafði lengt vinnutíma sjálfboðaliða verulega. „Hann var búinn að vera vinna þarna allan veturinn 24/7. Sá algjörlega um staðinn, allar bókanir og allt annað. Hann var að fá 100 þúsund krónur á mánuði og þurfti svo að borga fyrir húsnæði," segir María Lóa. Fólkið er oft fengið til landsins á fölskum forsendum um litla vinnu sem veiti viðkomandi kost á því að skoða landið. „Við rákumst á allt of mörg dæmi um þetta. Að hlutirnir voru nánast það sem við köllum nútíma þrælahald," segir hún. Þau telja vöntun á frekari úrræðum til þess að stöðva síbrotamenn. „Það væri hægt að fá að loka viðkomandi ferðaþjónustu eða atvinnustað. Það væri hægt að beita sektarákvæðum. Ég held að þessi tvö ráð séu svona þau öflugustu," segir María Lóa.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira