Körfubolti

Klúðruðu nafninu á treyju Nowitzki á sögulegu kvöldi hans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dirk Nowitzki.
Dirk Nowitzki. Vísir/Getty
Þýski körfuboltamaðurinn Dirk Nowitzki varð í nótt aðeins sjötti leikmaður sögunnar sem nær að spila fimmtíu þúsund mínútur í NBA-deildinni í körfubolta. Hann er einn af fáum sem hafa skorað 30 þúsund stig.

Ef einhver leikmaður í NBA ætti að vera búinn að skapa sér nafn í NBA-deildinni þá ætti að vera þessi 39 ára gamli kappi sem hefur spilað allan feril sinn með Dallas Mavericks auk þess að hafa bæði orðið NBA-meistari og verið kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar.  

Þegar menn fóru að skoða treyjuna hans betur frá því í leiknum í nótt uppgötvaðist hinsvegar klaufaleg mistök starfsmanna Dallas.





Ef menn ætla síðan að vera nákvæmir þá var það Dirk Nowtkzi en ekki Dirk Nowitzki sem spilaði þessar mínútur á móti Los Angeles Clippers.

Þetta eru mjög klaufaleg mistök ekki síst á sögulegu kvöldi eins og því í nótt. En ef einhver kann að taka þessu með húmor og góðu hjartalagi þá er það einmitt Dirk Nowitzki.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×