Körfubolti

Borche: Dómararnir vilja ekki sjá villurnar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Borce Ilievski, þjálfari ÍR.
Borce Ilievski, þjálfari ÍR. Vísir/Ernir
„Þetta var ekki góður leikur hjá okkur,“ sagði Borche Ilievski eftir tap sinna manna í ÍR fyrir Þór Þorlákshöfn í Seljaskóla í kvöld.

ÍR tapaði leiknum 68-70 eftir að hafa verið undir megnið af leiknum þá náðu heimamenn að gera loka sekúndurnar spennandi, en höfðu þó ekki sigurinn af Þórsurum.

Borche var mjög ósáttur með dómara leiksins og fannst þeir ekki vernda leikmenn sína nógu vel, þá sérstaklega Ryan Taylor.

„Fyrstu tvær villurnar snemma leiks á Ryan og tæknivillan sprengdu allt leikskipulag sem við vorum með. Ég reyndi að vernda hann fyrir villunum í seinni hálfleik en hann fékk aðra villu fljótlega eftir að hann kom inn á. Mér finnst hann ekki fá þá meðferð sem hann á skilið og Þórsararnir voru of grófir á hann.“

„Dómararnir voru að dæma villur sem voru ekki villur og dæma ekki þegar það er brotið. Ég er ekki að gagnrýna andstæðinginn og hvernig þeir spiluðu, þetta var líklega leikskipulagið hjá þeim, en dómararnir eru hér til þess að vernda leikmennina. Kannski sáu þeir ekki brotin eða þeir voru að reyna að sjá þau ekki. En ég get ekki grátið yfir þessu, fyrst og fremst spiluðum við illa.“

ÍR-ingar voru frekar andlausir í leiknum og tók Borche undir það

„Við eigum við mörg vandamál að stríða, sérstaklega tæknilega séð. Við spiluðum allt í lagi vörn, en ég sé helling af mistökum þar. Við þurfum að skoða leikina vel og læra af þessum mistökum.“

„Fyrst og fremst eru það þessar þrjár villur á Ryan sem tapa leiknum fyrir okkur. Ég get verið sammála tæknivillunni, en fyrstu tvær voru ekki villur,“ sagði Borche Ilievski.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×