Sannfærandi sigur Liverpool

Magnús Ellert Bjarnason skrifar
Van Dijk þurfti ekki að hafa mikið fyrir hlutunum á sínum gamla heimavelli.
Van Dijk þurfti ekki að hafa mikið fyrir hlutunum á sínum gamla heimavelli. Vísir/Getty
Liverpool átti ekki í neinum vandræðum með Southampton í 27. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Lokatölur 2-0 fyrir gestina úr Liverpoolborg.

Firmino kom Liverpool yfir strax á 6. mínútu þegar að Salah gerði vel í að koma boltanum á hann eftir klaufaleg mistök Wesley Hoedt í vörn Southampton.

Framangreint sóknartvíeyki Liverpool var aftur á ferðinni rétt fyrir hálfleik þegar að Firmino kom boltanum á Salah með glæsilegri hælsendingu. Salah gerði engin mistök fyrir framan markið og leiddu gestirnir því með tveim mörkum þegar liðin gengju til búningsherbergja.

Síðari hálfleikur var frekar atvikalaus og sigldi Liverpool sigrinum þægilega í höfn. Lítið reyndi því á Virgil Van Dijk á sínum gamla heimavelli eftir rúmlega 8 milljarða króna félagaskipti í janúar síðastliðnum. 

Með sigrinum fer Liverpool upp fyrir Tottenham í þriðja sæti deildarinnar með 54 stig, tveim stigum á eftir Manchester United. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira