Enski boltinn

Man Utd borgar Arsenal ekki krónu fyrir Sanchez

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þessir verða samherjar innan skamms
Þessir verða samherjar innan skamms vísir/getty
Um fátt er meira ritað og rætt í enska boltanum þessa stundina en yfirvofandi félagaskipti Alexis Sanchez til Manchester United frá Arsenal. Munu félagaskiptin ganga í gegn á næstu klukkustundum ef marka má nýjustu fréttir enskra fjölmiðla.

Eins og flestum ætti að vera ljóst fer Armeninn Henrikh Mkhitaryan í hina áttina en hvorki Sanchez né Mkhitaryan voru í leikmannahópum liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Nú er einungis beðið þess að Mkhitaryan gangist undir læknisskoðun hjá Lundúnarliðinu og samkvæmt heimildum Sky Sports mun það gerast á morgun.

Kaupverðið á Alexis Sanchez hefur verið á reiki en samkvæmt nýjustu fregnum mun Man Utd ekki borga Arsenal neitt fyrir Sílemanninn þar sem félögin hafa komist að samkomulagi um slétt skipti á Mkhitaryan og Sanchez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×