300 borgarlínur frá aldamótum Pawel Bartoszek skrifar 22. janúar 2018 08:00 Er ekki galið að fara að byggja upp eitthvert sporvagna-léttlestar-hraðvagnakerfi í Reykjavík? Þetta er úreld tækni sem allir eru búnir að segja skilið við! Almennt eru allar evrópskar borgir að leggja niður sporvagna til að rýma fyrir sjálfkeyrandi bílum. Einu borgirnar sem ég man eftir að hafi byggt upp einhver svona léttlestarkerfi frá aldamótum eru Palermo, Edinborg, Murcia, Zaragoza, Lyon, Toulouse, Nice, Santa Cruz de Tenerife, Sevilla, Aþena, Dublin, Nottingham, Bordeaux, Portó, Búkarest og Bilbao. Og þetta eru allt stórborgir! Það dettur engum í hug að setja sporvagn eða léttlest í borg með undir hálfri milljón íbúa. Enda þekkist varla á meginlandinu að þannig smáborg fjárfesti í slíku. Einu undantekningarnar sem koma upp í hugann eru Árósar, Lúxemborg, Olsztyn, Aubagne, Besançon, Tours, Brest, Dijon, Le Havre, Angers, Reims, Flórens, Mestre, Björgvin, Bergamo, Cagliari, Vitoria-Gasteiz, Le Mans, Kassel, Padova, Clermont-Ferrand, Mulhouse, Valenciennes, Sassari og Messina. Þessar borgir, sem eru svipaðar Reykavík að stærð, hafa byggt upp léttlestarkerfi frá aldamótum. Engar aðrar! Þessar örfáu undantekningar er að finna í Evrópu, vitaskuld. Annars staðar í hinum vestræna heimi þykja hugmyndir um uppbyggingu nýrra léttlestar- eða sporvagnakerfa fráleitar. Nær allar bandarískar borgir lögðu niður sporvagnakerfi sín á 20. öldinni og engum dettur í hug að endurvekja þá drauga. Engin borg í Norður-Ameríku hefur byggt upp slíkt kerfi á þessari öld. Það er að segja ef frá eru taldar borgirnar Detroit, Washington, Kansas City, Cincinnati, Charlotte, Dallas, Tucson, Atlanta, Salt Lake City, Norfolk, Seattle, Phoenix, Oceanside, Seattle, Philadelphia, Minneapolis, Little Rock, Houston, Camden, Tacoma, Tampa, Portland og Ottawa. Það má síðan bæta við að öll dæmin að ofan eru kerfi sem ákveðin voru fyrir þónokkru síðan, áður en menn áttuðu sig á því að fljúgandi snjallbílar væru framtíðin. Ekki veit ég til þess að verið sé að byggja upp nein ný léttlestarkerfi í þessum töluðu orðum fyrir utan örfáa staði á borð við Kaupmannahöfn, Óðinsvé, Tampere, Avignon, Amiens, Lens, Nîmes, St. Louis, Contra Costa, El Paso, Milwaukee, Oklahoma, Tempe og Maryland. En svo er auðvitað fáránlegt að ræða einhver sporvagnakerfi þegar það stendur ekki einu sinni til að byggja upp slíkt í Reykjavík. Nei, í Reykjavík á að öllum líkindum að fara að byggja upp svokallað Bus Rapid Transit kerfi, strætóa með sporvagnavaralit, á sérakreinum. Það eru ekki margar evrópskar borgir sem hafa hleypt svona furðuskepnum á göturnar frá aldamótum. Nei, þær eru: Helsinki, Belfort, Caen, Cannes, Châlon-sur-Saône, Douai, La Rochelle, Le Mans, Lille, Lorient, Lyon, Maubeuge, Metz, Nancy, Nantes, Nîmes, Rouen, Saint-Nazaire, Strasbourg, Toulouse, Almere, Amsterdam, Eindhoven, Utrecht, Castellón, Granada, Gautaborg, Zürich, Istanbúl, Cambridge, Fareham, Kent, Luton og Swansea. Þessi örfáu dæmi um ný hraðvagnakerfi er vitanlega flest að finna í Evrópu, álfu hópsálanna. Ísland er miklu meira eins og Norður-Ameríka. Við erum einstaklingshyggjufólk sem viljum ferðast ein í bíl, þangað sem okkur hentar, þegar það hentar okkur. Það er því mun nærtækara að líta til fordæma um BRT-kerfi í Norður-Ameríku. Og þau eru fá. Frá aldamótum eru þetta einungis borgirnar Gatineau, Winnipeg, York, Alexandria, Cleveland, Eugene, Fort Collins, Hartford, Las Vegas, Los Angeles, New York og San Bernandino. Þá liggur það fyrir. Á þessari öld hafa einungis um 120 evrópskar eða norðuramerískar borgir opnað ný léttlestar-, sporvagna- eða hraðvagnakerfi. Einungis 120 nýjar „borgarlínur“. Til viðbótar má finna dæmi um 130 ný slík kerfi í Suður-Ameríku, Afríku, Asíu og Eyjaálfu á sama tímabili. Samtals eru þetta því um 250 borgir um allan heim. Loks má bæta því við að frá aldamótum hafa verið opnuð um 60 ný neðanjarðarlestarkerfi. Vonandi að þessi upptalning verði til þess að þagga niður í draumórafólkinu sem heldur að einhverjar hágæða-almenningssamgöngur séu framtíðin. Á tæpum tuttugu árum hafa 300 borgir um allan heim opnað nýjar borgarlínur. Allar hinar borgirnar eru að búa sig undir framtíðina. Og framtíðin er víst tómur, sjálfkeyrandi bíll, einn á leiðinni, að sækja eiganda sinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Er ekki galið að fara að byggja upp eitthvert sporvagna-léttlestar-hraðvagnakerfi í Reykjavík? Þetta er úreld tækni sem allir eru búnir að segja skilið við! Almennt eru allar evrópskar borgir að leggja niður sporvagna til að rýma fyrir sjálfkeyrandi bílum. Einu borgirnar sem ég man eftir að hafi byggt upp einhver svona léttlestarkerfi frá aldamótum eru Palermo, Edinborg, Murcia, Zaragoza, Lyon, Toulouse, Nice, Santa Cruz de Tenerife, Sevilla, Aþena, Dublin, Nottingham, Bordeaux, Portó, Búkarest og Bilbao. Og þetta eru allt stórborgir! Það dettur engum í hug að setja sporvagn eða léttlest í borg með undir hálfri milljón íbúa. Enda þekkist varla á meginlandinu að þannig smáborg fjárfesti í slíku. Einu undantekningarnar sem koma upp í hugann eru Árósar, Lúxemborg, Olsztyn, Aubagne, Besançon, Tours, Brest, Dijon, Le Havre, Angers, Reims, Flórens, Mestre, Björgvin, Bergamo, Cagliari, Vitoria-Gasteiz, Le Mans, Kassel, Padova, Clermont-Ferrand, Mulhouse, Valenciennes, Sassari og Messina. Þessar borgir, sem eru svipaðar Reykavík að stærð, hafa byggt upp léttlestarkerfi frá aldamótum. Engar aðrar! Þessar örfáu undantekningar er að finna í Evrópu, vitaskuld. Annars staðar í hinum vestræna heimi þykja hugmyndir um uppbyggingu nýrra léttlestar- eða sporvagnakerfa fráleitar. Nær allar bandarískar borgir lögðu niður sporvagnakerfi sín á 20. öldinni og engum dettur í hug að endurvekja þá drauga. Engin borg í Norður-Ameríku hefur byggt upp slíkt kerfi á þessari öld. Það er að segja ef frá eru taldar borgirnar Detroit, Washington, Kansas City, Cincinnati, Charlotte, Dallas, Tucson, Atlanta, Salt Lake City, Norfolk, Seattle, Phoenix, Oceanside, Seattle, Philadelphia, Minneapolis, Little Rock, Houston, Camden, Tacoma, Tampa, Portland og Ottawa. Það má síðan bæta við að öll dæmin að ofan eru kerfi sem ákveðin voru fyrir þónokkru síðan, áður en menn áttuðu sig á því að fljúgandi snjallbílar væru framtíðin. Ekki veit ég til þess að verið sé að byggja upp nein ný léttlestarkerfi í þessum töluðu orðum fyrir utan örfáa staði á borð við Kaupmannahöfn, Óðinsvé, Tampere, Avignon, Amiens, Lens, Nîmes, St. Louis, Contra Costa, El Paso, Milwaukee, Oklahoma, Tempe og Maryland. En svo er auðvitað fáránlegt að ræða einhver sporvagnakerfi þegar það stendur ekki einu sinni til að byggja upp slíkt í Reykjavík. Nei, í Reykjavík á að öllum líkindum að fara að byggja upp svokallað Bus Rapid Transit kerfi, strætóa með sporvagnavaralit, á sérakreinum. Það eru ekki margar evrópskar borgir sem hafa hleypt svona furðuskepnum á göturnar frá aldamótum. Nei, þær eru: Helsinki, Belfort, Caen, Cannes, Châlon-sur-Saône, Douai, La Rochelle, Le Mans, Lille, Lorient, Lyon, Maubeuge, Metz, Nancy, Nantes, Nîmes, Rouen, Saint-Nazaire, Strasbourg, Toulouse, Almere, Amsterdam, Eindhoven, Utrecht, Castellón, Granada, Gautaborg, Zürich, Istanbúl, Cambridge, Fareham, Kent, Luton og Swansea. Þessi örfáu dæmi um ný hraðvagnakerfi er vitanlega flest að finna í Evrópu, álfu hópsálanna. Ísland er miklu meira eins og Norður-Ameríka. Við erum einstaklingshyggjufólk sem viljum ferðast ein í bíl, þangað sem okkur hentar, þegar það hentar okkur. Það er því mun nærtækara að líta til fordæma um BRT-kerfi í Norður-Ameríku. Og þau eru fá. Frá aldamótum eru þetta einungis borgirnar Gatineau, Winnipeg, York, Alexandria, Cleveland, Eugene, Fort Collins, Hartford, Las Vegas, Los Angeles, New York og San Bernandino. Þá liggur það fyrir. Á þessari öld hafa einungis um 120 evrópskar eða norðuramerískar borgir opnað ný léttlestar-, sporvagna- eða hraðvagnakerfi. Einungis 120 nýjar „borgarlínur“. Til viðbótar má finna dæmi um 130 ný slík kerfi í Suður-Ameríku, Afríku, Asíu og Eyjaálfu á sama tímabili. Samtals eru þetta því um 250 borgir um allan heim. Loks má bæta því við að frá aldamótum hafa verið opnuð um 60 ný neðanjarðarlestarkerfi. Vonandi að þessi upptalning verði til þess að þagga niður í draumórafólkinu sem heldur að einhverjar hágæða-almenningssamgöngur séu framtíðin. Á tæpum tuttugu árum hafa 300 borgir um allan heim opnað nýjar borgarlínur. Allar hinar borgirnar eru að búa sig undir framtíðina. Og framtíðin er víst tómur, sjálfkeyrandi bíll, einn á leiðinni, að sækja eiganda sinn.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun