300 borgarlínur frá aldamótum Pawel Bartoszek skrifar 22. janúar 2018 08:00 Er ekki galið að fara að byggja upp eitthvert sporvagna-léttlestar-hraðvagnakerfi í Reykjavík? Þetta er úreld tækni sem allir eru búnir að segja skilið við! Almennt eru allar evrópskar borgir að leggja niður sporvagna til að rýma fyrir sjálfkeyrandi bílum. Einu borgirnar sem ég man eftir að hafi byggt upp einhver svona léttlestarkerfi frá aldamótum eru Palermo, Edinborg, Murcia, Zaragoza, Lyon, Toulouse, Nice, Santa Cruz de Tenerife, Sevilla, Aþena, Dublin, Nottingham, Bordeaux, Portó, Búkarest og Bilbao. Og þetta eru allt stórborgir! Það dettur engum í hug að setja sporvagn eða léttlest í borg með undir hálfri milljón íbúa. Enda þekkist varla á meginlandinu að þannig smáborg fjárfesti í slíku. Einu undantekningarnar sem koma upp í hugann eru Árósar, Lúxemborg, Olsztyn, Aubagne, Besançon, Tours, Brest, Dijon, Le Havre, Angers, Reims, Flórens, Mestre, Björgvin, Bergamo, Cagliari, Vitoria-Gasteiz, Le Mans, Kassel, Padova, Clermont-Ferrand, Mulhouse, Valenciennes, Sassari og Messina. Þessar borgir, sem eru svipaðar Reykavík að stærð, hafa byggt upp léttlestarkerfi frá aldamótum. Engar aðrar! Þessar örfáu undantekningar er að finna í Evrópu, vitaskuld. Annars staðar í hinum vestræna heimi þykja hugmyndir um uppbyggingu nýrra léttlestar- eða sporvagnakerfa fráleitar. Nær allar bandarískar borgir lögðu niður sporvagnakerfi sín á 20. öldinni og engum dettur í hug að endurvekja þá drauga. Engin borg í Norður-Ameríku hefur byggt upp slíkt kerfi á þessari öld. Það er að segja ef frá eru taldar borgirnar Detroit, Washington, Kansas City, Cincinnati, Charlotte, Dallas, Tucson, Atlanta, Salt Lake City, Norfolk, Seattle, Phoenix, Oceanside, Seattle, Philadelphia, Minneapolis, Little Rock, Houston, Camden, Tacoma, Tampa, Portland og Ottawa. Það má síðan bæta við að öll dæmin að ofan eru kerfi sem ákveðin voru fyrir þónokkru síðan, áður en menn áttuðu sig á því að fljúgandi snjallbílar væru framtíðin. Ekki veit ég til þess að verið sé að byggja upp nein ný léttlestarkerfi í þessum töluðu orðum fyrir utan örfáa staði á borð við Kaupmannahöfn, Óðinsvé, Tampere, Avignon, Amiens, Lens, Nîmes, St. Louis, Contra Costa, El Paso, Milwaukee, Oklahoma, Tempe og Maryland. En svo er auðvitað fáránlegt að ræða einhver sporvagnakerfi þegar það stendur ekki einu sinni til að byggja upp slíkt í Reykjavík. Nei, í Reykjavík á að öllum líkindum að fara að byggja upp svokallað Bus Rapid Transit kerfi, strætóa með sporvagnavaralit, á sérakreinum. Það eru ekki margar evrópskar borgir sem hafa hleypt svona furðuskepnum á göturnar frá aldamótum. Nei, þær eru: Helsinki, Belfort, Caen, Cannes, Châlon-sur-Saône, Douai, La Rochelle, Le Mans, Lille, Lorient, Lyon, Maubeuge, Metz, Nancy, Nantes, Nîmes, Rouen, Saint-Nazaire, Strasbourg, Toulouse, Almere, Amsterdam, Eindhoven, Utrecht, Castellón, Granada, Gautaborg, Zürich, Istanbúl, Cambridge, Fareham, Kent, Luton og Swansea. Þessi örfáu dæmi um ný hraðvagnakerfi er vitanlega flest að finna í Evrópu, álfu hópsálanna. Ísland er miklu meira eins og Norður-Ameríka. Við erum einstaklingshyggjufólk sem viljum ferðast ein í bíl, þangað sem okkur hentar, þegar það hentar okkur. Það er því mun nærtækara að líta til fordæma um BRT-kerfi í Norður-Ameríku. Og þau eru fá. Frá aldamótum eru þetta einungis borgirnar Gatineau, Winnipeg, York, Alexandria, Cleveland, Eugene, Fort Collins, Hartford, Las Vegas, Los Angeles, New York og San Bernandino. Þá liggur það fyrir. Á þessari öld hafa einungis um 120 evrópskar eða norðuramerískar borgir opnað ný léttlestar-, sporvagna- eða hraðvagnakerfi. Einungis 120 nýjar „borgarlínur“. Til viðbótar má finna dæmi um 130 ný slík kerfi í Suður-Ameríku, Afríku, Asíu og Eyjaálfu á sama tímabili. Samtals eru þetta því um 250 borgir um allan heim. Loks má bæta því við að frá aldamótum hafa verið opnuð um 60 ný neðanjarðarlestarkerfi. Vonandi að þessi upptalning verði til þess að þagga niður í draumórafólkinu sem heldur að einhverjar hágæða-almenningssamgöngur séu framtíðin. Á tæpum tuttugu árum hafa 300 borgir um allan heim opnað nýjar borgarlínur. Allar hinar borgirnar eru að búa sig undir framtíðina. Og framtíðin er víst tómur, sjálfkeyrandi bíll, einn á leiðinni, að sækja eiganda sinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Er ekki galið að fara að byggja upp eitthvert sporvagna-léttlestar-hraðvagnakerfi í Reykjavík? Þetta er úreld tækni sem allir eru búnir að segja skilið við! Almennt eru allar evrópskar borgir að leggja niður sporvagna til að rýma fyrir sjálfkeyrandi bílum. Einu borgirnar sem ég man eftir að hafi byggt upp einhver svona léttlestarkerfi frá aldamótum eru Palermo, Edinborg, Murcia, Zaragoza, Lyon, Toulouse, Nice, Santa Cruz de Tenerife, Sevilla, Aþena, Dublin, Nottingham, Bordeaux, Portó, Búkarest og Bilbao. Og þetta eru allt stórborgir! Það dettur engum í hug að setja sporvagn eða léttlest í borg með undir hálfri milljón íbúa. Enda þekkist varla á meginlandinu að þannig smáborg fjárfesti í slíku. Einu undantekningarnar sem koma upp í hugann eru Árósar, Lúxemborg, Olsztyn, Aubagne, Besançon, Tours, Brest, Dijon, Le Havre, Angers, Reims, Flórens, Mestre, Björgvin, Bergamo, Cagliari, Vitoria-Gasteiz, Le Mans, Kassel, Padova, Clermont-Ferrand, Mulhouse, Valenciennes, Sassari og Messina. Þessar borgir, sem eru svipaðar Reykavík að stærð, hafa byggt upp léttlestarkerfi frá aldamótum. Engar aðrar! Þessar örfáu undantekningar er að finna í Evrópu, vitaskuld. Annars staðar í hinum vestræna heimi þykja hugmyndir um uppbyggingu nýrra léttlestar- eða sporvagnakerfa fráleitar. Nær allar bandarískar borgir lögðu niður sporvagnakerfi sín á 20. öldinni og engum dettur í hug að endurvekja þá drauga. Engin borg í Norður-Ameríku hefur byggt upp slíkt kerfi á þessari öld. Það er að segja ef frá eru taldar borgirnar Detroit, Washington, Kansas City, Cincinnati, Charlotte, Dallas, Tucson, Atlanta, Salt Lake City, Norfolk, Seattle, Phoenix, Oceanside, Seattle, Philadelphia, Minneapolis, Little Rock, Houston, Camden, Tacoma, Tampa, Portland og Ottawa. Það má síðan bæta við að öll dæmin að ofan eru kerfi sem ákveðin voru fyrir þónokkru síðan, áður en menn áttuðu sig á því að fljúgandi snjallbílar væru framtíðin. Ekki veit ég til þess að verið sé að byggja upp nein ný léttlestarkerfi í þessum töluðu orðum fyrir utan örfáa staði á borð við Kaupmannahöfn, Óðinsvé, Tampere, Avignon, Amiens, Lens, Nîmes, St. Louis, Contra Costa, El Paso, Milwaukee, Oklahoma, Tempe og Maryland. En svo er auðvitað fáránlegt að ræða einhver sporvagnakerfi þegar það stendur ekki einu sinni til að byggja upp slíkt í Reykjavík. Nei, í Reykjavík á að öllum líkindum að fara að byggja upp svokallað Bus Rapid Transit kerfi, strætóa með sporvagnavaralit, á sérakreinum. Það eru ekki margar evrópskar borgir sem hafa hleypt svona furðuskepnum á göturnar frá aldamótum. Nei, þær eru: Helsinki, Belfort, Caen, Cannes, Châlon-sur-Saône, Douai, La Rochelle, Le Mans, Lille, Lorient, Lyon, Maubeuge, Metz, Nancy, Nantes, Nîmes, Rouen, Saint-Nazaire, Strasbourg, Toulouse, Almere, Amsterdam, Eindhoven, Utrecht, Castellón, Granada, Gautaborg, Zürich, Istanbúl, Cambridge, Fareham, Kent, Luton og Swansea. Þessi örfáu dæmi um ný hraðvagnakerfi er vitanlega flest að finna í Evrópu, álfu hópsálanna. Ísland er miklu meira eins og Norður-Ameríka. Við erum einstaklingshyggjufólk sem viljum ferðast ein í bíl, þangað sem okkur hentar, þegar það hentar okkur. Það er því mun nærtækara að líta til fordæma um BRT-kerfi í Norður-Ameríku. Og þau eru fá. Frá aldamótum eru þetta einungis borgirnar Gatineau, Winnipeg, York, Alexandria, Cleveland, Eugene, Fort Collins, Hartford, Las Vegas, Los Angeles, New York og San Bernandino. Þá liggur það fyrir. Á þessari öld hafa einungis um 120 evrópskar eða norðuramerískar borgir opnað ný léttlestar-, sporvagna- eða hraðvagnakerfi. Einungis 120 nýjar „borgarlínur“. Til viðbótar má finna dæmi um 130 ný slík kerfi í Suður-Ameríku, Afríku, Asíu og Eyjaálfu á sama tímabili. Samtals eru þetta því um 250 borgir um allan heim. Loks má bæta því við að frá aldamótum hafa verið opnuð um 60 ný neðanjarðarlestarkerfi. Vonandi að þessi upptalning verði til þess að þagga niður í draumórafólkinu sem heldur að einhverjar hágæða-almenningssamgöngur séu framtíðin. Á tæpum tuttugu árum hafa 300 borgir um allan heim opnað nýjar borgarlínur. Allar hinar borgirnar eru að búa sig undir framtíðina. Og framtíðin er víst tómur, sjálfkeyrandi bíll, einn á leiðinni, að sækja eiganda sinn.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar