Fótbolti

Tap gegn Noregi á Spáni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Fanndís Friðriksdóttir skoraði mark Íslands
Fanndís Friðriksdóttir skoraði mark Íslands Vísir/Getty
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði í dag 2-1 í vináttulandsleik gegn Norðmönnum sem var hluti af æfingaferð liðsins á La Manga á Spáni.

Fanndís Friðriksdóttir kom Íslandi yfir strax í upphafi leiks með marki eftir góðan undirbúning Söndru Maríu Jessen.

Þær norsku jöfnuðu á 42. mínútu eftir vel útfærða sókn sem endaði í marki frá Synne Jensen. Hún var svo aftur á ferðinni á 62. mínútu og kom Norðmönnum yfir.

Mörkin urðu ekki fleiri og lokatölur því 2-1.

Íslenska liðið byrjaði leikinn mög vel en þær norsku komust betur inn í hann þegar leið á fyrri hálfleikinn og voru búnar að pressa nokkuð á íslensku vörnina áður en hún að lokum brast.

Norðmenn komu sterkari út úr búningsherbergjum og voru það áfram mest allan seinni hálfleikinn. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, róteraði liðinu vel og fengu margir leikmenn tækifæri til þess að sýna hvað í þeim býr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×