Handbolti

Tékkar klikkuðu á ögurstundu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik liðanna í dag.
Úr leik liðanna í dag. vísir/afp
Möguleikar Tékka á að komast í undanúrslit á Evrópumeistaramótinu fuku út um gluggann í dag er liðið gerði jafntefli, 25-25, gegn Slóveníu í dag.

Tékkar eru sem stendur í öðru sæti í milliriðli 2 með fimm stig en Spánn og Þýskaland eru bæði með fjögur stig og mætast síðar í kvöld. Slóvenar enda með fjögur stig eftir jafntefli.

Leikur Tékka og Slóvena var stórskemmtilegur allt til enda. Slóvenar stóðu vel að vígi er lítið var eftir en Tékkar skoruðu tvö síðustu mörk leiksins og jöfnuðu.

Stanislav Kasparek gat tryggt þeim sigurinn með fríu skoti frá vítateig á síðustu sekúndu leiksins en skot hans fór í slána.

Ondrej Zdrahala átti enn einn stórleikinn fyrir Tékka í dag og skoraði níu mörk. Vid Kavticnik var atkvæðamestur Slóvena með sex mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×