Viðskipti innlent

Eimskip opnar skrifstofu í Kaupmannahöfn

Atli Ísleifsson skrifar
Húsið var byggt sem pakkhús á árunum 1766-67 á uppfyllingu í Kristjánshöfn, gegnt Nýhöfn.
Húsið var byggt sem pakkhús á árunum 1766-67 á uppfyllingu í Kristjánshöfn, gegnt Nýhöfn. Eimskip
Eimskip hefur opnað nýja skrifstofu í Kaupmannahöfn, en skrifstofan er staðsett á Norðurbryggju við gamla hafnarsvæðið í Kaupmannahöfn.

Í tilkynningu frá félaginu segir að skrifstofan hafi verið opnuð fyrr í þessum mánuði og sé henni ætlað að leggja aukna áherslu á Sjálandssvæðið

Mikkel Kristensen hefur verið ráðinn í starf sölustjóra en hann starfaði áður hjá Worldstrans Air-Sea Service A/S og segir að hann búi yfir mikilli reynslu á sviði sölu og flutningsmiðlunar.

Bragi Þór Marinósson, framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Eimskips, segir að með einstakri staðsetningu skrifstofunnar í Kaupmannahöfn muni félagið geta veitt alhliða þjónustu á sviði flutningsmiðlunar, „ekki einungis til fyrirtækja innan samstæðu Eimskips og alþjóðlegra samstarfsaðila þess, heldur einnig til viðskiptavina á þessu svæði sem stuðlar að áframhaldandi vexti félagsins. Hið nýja skipulag styður vel við framtíðarstefnu fyrirtækisins,“ er haft eftir Braga Þór.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×