Kísilverksmiðja keppir við eldbakaðar pitsur Sveinn Arnarsson skrifar 26. janúar 2018 06:00 Áætlað er að ræsa kísilverksmiðju PCC á Bakka í sunnanvindi svo mengun angri Húsvíkinga síður. vísir/auðunn Húsvíkingar gætu fundið fyrir mengun í allt að sextán daga við gangsetningu kísilverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík. Ofnarnir tveir verða ekki gangsettir á sama tíma og munu stjórnendur verksmiðjunnar reyna að gangsetja ofnana í sunnanvindi til að verja íbúa Húsavíkur. Framkvæmdastjóri PCC segir ekki hægt að bera verkefni fyrirtækisins á Húsavík saman við hrakfarir kísilversins í Helguvík.Efnt var til íbúafundar á Húsavík í gær.Vísir/AuðunnFjölmenni mætti á opinn íbúafund sem PCC BakkiSilikon hf. hélt á Fosshóteli á Húsavík í gær. Íbúar bæjarins eru að mestu jákvæðir í garð framkvæmdarinnar. Einkum spurðu íbúar um almenningssamgöngur til og frá verksmiðjunni og um loftgæði. Ekki er útilokað að íbúar með undirliggjandi astma sem búa næst verksmiðjunni muni finna fyrir einkennum á meðan á gangsetningu stendur. Framleidd verða um 32 þúsund tonn árlega í verksmiðjunni en virði þeirra afurða er á mörkuðum í dag um 57 milljarðar króna. Í framleiðsluna verða notuð um 60 þúsund tonn af kolum á ári og annað eins af innfluttum viði. Stjórnendur PCC hafa átt í viðræðum við íslenska skógarbændur til að geta nýtt einnig íslenskan við og minnka þar með vistspor framleiðslunnar.Hafsteinn Viktorsson, framkvæmdastjóri PCC Bakka.vísir/auðunn„Við höfum verið í viðræðum við nokkra bændur. En vinsældir eldbakaðra pitsa hafa þau áhrif að það er minna framboð á íslensku timbri. Pitsuofnar eru í samkeppni við okkar ljósbogaofna,“ segir Hafsteinn Viktorsson framkvæmdastjóri PCC. „Varðandi gangsetningu þá fylgjumst við með veðurspánni og við vonum að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir. Það er ekki hægt að bera saman verkefni okkar við Helguvík. Allir sem fylgst hafa með fréttum sjá að eitthvað mikið fór úrskeiðis þar. Við hins vegar höfum ákveðið að vanda okkur eftir fremsta megni. Einnig erum við með minni ofna sem eru auðveldari í rekstri.“ Um eitt hundrað starfsmenn hafa hafið störf í verksmiðjunni. Því er mikilvægt að fara að setja verksmiðjuna í gang að mati Hafsteins til að tekjur komi inn á móti útgjöldum. „Við hins vegar förum ekki af stað fyrr en við erum alveg öruggir með að allt okkar kerfi virki.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Húsvíkingar gætu fundið fyrir mengun í allt að sextán daga við gangsetningu kísilverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík. Ofnarnir tveir verða ekki gangsettir á sama tíma og munu stjórnendur verksmiðjunnar reyna að gangsetja ofnana í sunnanvindi til að verja íbúa Húsavíkur. Framkvæmdastjóri PCC segir ekki hægt að bera verkefni fyrirtækisins á Húsavík saman við hrakfarir kísilversins í Helguvík.Efnt var til íbúafundar á Húsavík í gær.Vísir/AuðunnFjölmenni mætti á opinn íbúafund sem PCC BakkiSilikon hf. hélt á Fosshóteli á Húsavík í gær. Íbúar bæjarins eru að mestu jákvæðir í garð framkvæmdarinnar. Einkum spurðu íbúar um almenningssamgöngur til og frá verksmiðjunni og um loftgæði. Ekki er útilokað að íbúar með undirliggjandi astma sem búa næst verksmiðjunni muni finna fyrir einkennum á meðan á gangsetningu stendur. Framleidd verða um 32 þúsund tonn árlega í verksmiðjunni en virði þeirra afurða er á mörkuðum í dag um 57 milljarðar króna. Í framleiðsluna verða notuð um 60 þúsund tonn af kolum á ári og annað eins af innfluttum viði. Stjórnendur PCC hafa átt í viðræðum við íslenska skógarbændur til að geta nýtt einnig íslenskan við og minnka þar með vistspor framleiðslunnar.Hafsteinn Viktorsson, framkvæmdastjóri PCC Bakka.vísir/auðunn„Við höfum verið í viðræðum við nokkra bændur. En vinsældir eldbakaðra pitsa hafa þau áhrif að það er minna framboð á íslensku timbri. Pitsuofnar eru í samkeppni við okkar ljósbogaofna,“ segir Hafsteinn Viktorsson framkvæmdastjóri PCC. „Varðandi gangsetningu þá fylgjumst við með veðurspánni og við vonum að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir. Það er ekki hægt að bera saman verkefni okkar við Helguvík. Allir sem fylgst hafa með fréttum sjá að eitthvað mikið fór úrskeiðis þar. Við hins vegar höfum ákveðið að vanda okkur eftir fremsta megni. Einnig erum við með minni ofna sem eru auðveldari í rekstri.“ Um eitt hundrað starfsmenn hafa hafið störf í verksmiðjunni. Því er mikilvægt að fara að setja verksmiðjuna í gang að mati Hafsteins til að tekjur komi inn á móti útgjöldum. „Við hins vegar förum ekki af stað fyrr en við erum alveg öruggir með að allt okkar kerfi virki.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira