Viðskipti innlent

Vísir heiðraður á Ís­lensku vef­verð­laununum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fulltrúar Vísis á verðlaunaafhendingunni í kvöld.
Fulltrúar Vísis á verðlaunaafhendingunni í kvöld. gunnar freyr
Vefur Nova var í kvöld valinn vefur ársins 2017 á Íslensku vefverðlaununum sem fóru fram í Silfurbergi í Hörpu. Vísir.is var valinn efnis-og fréttaveita ársins.

Íslensku vefverðlaunin eru haldin árlega og eru nokkurs konar uppskeruhátíð vefbransans hér á landi. Fullur salur var í Silfurbergi í kvöld en þeir Hraðfréttatvíeykið Benni og Fannar voru kynnar kvöldsins og héldu uppi miklu stuði.

Lista yfir sigurvegara kvöldsins má sjá hér fyrir neðan:

Markaðsvefur ársins

Lygamælir Sorpu

Innri vefur ársins

Riddarinn

Efnis og fréttaveita ársins

Vísir.is

Vefkerfi ársins

Meniga

Gæluverkefni ársins

Aurbjörg.is

App ársins

Meniga

Fulltrúar Nova á verðlaununum í kvöld.gunnar freyr
Fyrirtækjavefur ársins - lítil fyrirtæki

Reykjavík Fashion Festival

Opinber vefur ársins

Þjóðleikhúsið

Fyrirtækjavefur ársins - meðalstór fyrirtæki

Kolibri

Samfélagsvefur ársins

Flokkunarleiðbeiningar Sorpu

Fyrirtækjavefur ársins - stór fyrirtæki

Nova

Vefverslun ársins

Nova

Vefhetja ársins

Einar Þór Gústafsson

Opinn hugbúnaður ársins

Kjóstu rétt

Einstaklingsvefur ársins

thorkelsdottir.com

Hönnun og viðmót ársins

Kolibri

Vefur ársins

Nova


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×