Sport

Eygló Ósk vann tvenn gullverðlaun

Dagur Lárusson skrifar
Eygló Ósk
Eygló Ósk vísir/getty
Eygló Ósk Gústafsdóttir nældi sér í tvenn gullverðlaun á Reykjarvíkurleikunum í dag en mótið fór fram í Laugardalshöllinni.

Gullin sem Eygló vann komu í 100 metra baksundi og 50 metra skriðsundi. Eygló synti á 1:02,22 mínútu og er sá tími undir lágmarkinu sem þarf til að komast inn á Evrópumeistaramótið í Glasgow í sumar. Önnur á eftir Eygló var Signhild Joensen frá Færeyjum en Eygló var rúmri sekúndu á undan henni.

Eygló synti á sléttum 27 sekúndum í 50 metra skriðsundinu sem tryggði henni gullverðlaunin í þeirri grein. Á morgun syndir Eygló í 200 metra baksundi í undanrásum en hún hefur nú þegar tryggt sér sæti í úrslitum 50 metra skriðsunds.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×