Glamour

Saumaði skilaboð í kjólinn sinn

Ritstjórn skrifar
Glamour/Getty
Söngkonan Lorde var að sjálfsögðu mætt á Grammy hátíðina í New York í nótt en hún var eina konan sem var tilnefnd í flokki plata ársins fyrir plötu sína Melodrama. 

Hlutur kvenkyns listamanna í hópi tilnefndra á hátíðinni hefur verið harðlega gagnrýndur en móðir Lorde benti einmitt á að 899 manns hafa verið tilnefndir til Grammy verðlauna síðustu sex ár en þar af hafa aðeins 9 prósent verið konur. Það var Bruno Mars sem fór heim með verðlaunin fyrir plötu ársins. 

Lorde var beðin um að koma fram á hátíðinni en aðeins til að syngja bút úr lagi til heiðurs Tom Petty sem lést á síðasta ári. Hún afþakkaði það og lét óánægju sína í ljós með því að sauma brot úr ljóði eftir Jenny Holzer á bakið á rauða kjólnum sínum. 

Hér er ljóðið: 

“Rejoice! Our times are intolerable. Take courage, for the worst is a harbinger of the best. Only dire circumstance can precipitate the overthrow of oppressors. The old and corrupt must be laid to waste before the just can triumph. Contradiction will be heightened. The reckoning will be hastened by the staging of seed disturbances. The apocalypse will blossom”


Tengdar fréttir

Flottustu kjólarnir á Grammy

Gestir Grammy hátíðarinnar voru að sjálfsögðu klædd í sitt fínasta púss í New York í nótt.






×