Sport

Wozniacki sló met Williams

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Caroline Wozniacki fagnar sigri.
Caroline Wozniacki fagnar sigri. Vísir/Getty
Caroline Wozniacki vann á laugardag Opna ástralska meistaramótið í tennis í einliðaleik kvenna.

Með sigrinum náði hin danska Wozniacki að komast í efsta sæti heimslistans í tennis. Það eru sex ár síðan Wozniacki var síðast best í heiminum, í janúar 2012. Hún er því sú tenniskona sem lengst hefur þurft að bíða eftir því að endurheimta efsta sæti heimslistans.

Serena Williams átti metið áður, en hún þurfti að bíða í fimm ár og 29 daga eftir því að komast aftur í toppsætið.

Wozniacki vann fyrsta risatitil sinn á ferlinum með sigrinum í Ástralíu. Andstæðingur hennar í úrslitunum, Simona Halep, situr í öðru sæti listans.

Efstu sæti heimslistans í tennis:

1. Caroline Wozniacki (Danmörk)

2. Simona Halep (Rúmenía)

3. Elina Svitolina (Úkraína)

4. Garbine Muguruza (Spánn)

5. Karolina Pliskova (Tékkland)

6. Jelena Ostapenko (Lettland)

7. Caroline Garcia (Frakkland)

8. Venus Wiliams (Bandaríkin)

9. Angelique Kerber (Þýskaland)

10. Kristina Mladenovic (Frakkland)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×