Körfubolti

Annar sigur Lakers í röð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lonzo Ball í leiknum í nótt.
Lonzo Ball í leiknum í nótt. Vísir/Getty
LA Lakers hefur náð að vinna tvo síðustu leiki sína eftir níu tapleikja hrinu. Liðið vann Sacramento á heimavelli í nótt, 99-86.

Sigurinn var nokkuð öruggur en Julius Randle var stigahæstur með 22 stig auk þess sem hann tók fjórtán fráköst og gaf sex stoðsendingar.

Lonzo Ball nýtti aðeins tvö af tíu skotum sínum fyrir Lakers en hann var þó með ellefu fráköst, ellefu stoðsendingar og fimm stola bolta. Stigin urðu aðeins fimm hjá honum.

Þetta var þrettándi sigur Lakers á tímabilinu en liðið er í næstneðsta sæti Vesturdeildarinnar. Aðeins Memphis er með verri árangur í deildinni.



Miami stöðvaði tólf leikja sigurgöngu Toronto á heimavelli með körfu á síðustu sekúnud leiksins. Wayne Ellington tryggði Miami sigurinn með því að skora þegar 0,3 sekúndur voru eftir, 90-89.

DeMar DeRozan hafði komið Toronto yfir þegar 3,1 sekúnda var eftir en það dugði ekki til. Þetta reyndist eina karfa Ellington í síðari hálfleiknum en hann var með alls fimmtán stig.

Kyle Lowry lék ekki með Toronto vegna meiðsla en með sigri í nótt hefði liðið bætt félagsmet.



Úrslit næturinnar:

Toronto - Miami 89-90

Oklahoma City - Portland 106-117

Dallas - Orlando 114-99

LA Lakers - Sacramento 99-86

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×