Viðskipti innlent

Eva Sóley ný í stjórn Júpíter

Atli Ísleifsson skrifar
Eva Sóley Guðbjörnsdóttir starfar sem framkvæmdastjóri fjármála -og rekstrarsviðs Advania á Íslandi.
Eva Sóley Guðbjörnsdóttir starfar sem framkvæmdastjóri fjármála -og rekstrarsviðs Advania á Íslandi. kvika
Eva Sóley Guðbjörnsdóttir var kjörin í stjórn Júpíter rekstrarfélags á hluthafafundi félagsins í desember síðastliðnum.

Í tilkynningu frá Kviku, sem stofnaði Júpíter árið 2006, kemur fram að Eva starfi sem framkvæmdastjóri fjármála -og rekstrarsviðs Advania á Íslandi.

„Eva var áður forstöðumaður á fjármálasviði hjá Össuri, en starfaði áður lengst af hjá Kaupþingi, meðal annars í fjárstýringu, fjármögnun, á fyrirtækjasviði og í fyrirtækjaráðgjöf og síðast í stöðu fjármálastjóra. Þá situr hún í stjórn Vísindagarða Háskóla Íslands, var um tíma varaformaður stjórnar Landsbankans og sat í stjórn Skeljungs.

Eva Sóley er með B.Sc. í hagverkfræði og M.Sc. í fjármálaverkfræði frá Columbia University í New York.

Um Júpíter rekstrarfélag hf.

Júpíter sérhæfir sig í stýringu fjármuna og starfrækir úrval skuldabréfa-, lausafjár- og hlutabréfasjóða sem eru rafrænt skráðir og opnir almenningi til fjárfestingar. Félagið rekur einnig blandaða sjóði og fagfjárfestasjóði. Fjárfestar í sjóðum félagsins eru einstaklingar, fyrirtæki, lífeyrissjóðir og sjóðir annarra rekstrarfélaga,“ segir í tilkynningunni frá Kviku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×