Enski boltinn

Fullyrt að Liverpool vilji fá Keita strax í janúar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Naby Keita.
Naby Keita. Vísir/Getty

Naby Keita mun að öllu óbreyttu ganga í raðir Liverpool frá Red Bull Leipzig í sumar eins og var staðfest á síðasta ári. Þýska blaðið Bild staðhæfir hins vegar að Liverpool vilji fá Keita strax í janúar til að fylla í skarð Philippe Coutinho.

Forráðamenn Leipzig hafa hingað til ekki verið reiðubúnir að sleppa tökunum af Keita í vetur en afstaða þeirra mun hafa breyst samkvæmt frétt blaðsins.

Liverpool, sem greiðir Leipzig 48 milljónir punda fyrir hinn 22 ára gamla Keita, þyrfti samkvæmt frétt Bild að greiða 15-20 milljónir evra aukalega fyrir kappann. Liverpool seldi nýverið Coutinho til Barcelona fyrir 142 milljónir punda.

Liverpool er sem stendur í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 44 stig og vill halda sæti sínu í Meistaradeild Evrópu. Liðið er komið í 16-liða úrslit keppninnar nú og mætir þar FC Porto í næsta mánuði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.