Erlent

Ritz-ræningjarnir misstu ránsfenginn

Samúel Karl Ólason skrifar
Þrír menn hafa verið handteknir og tveir eru enn á flótta.
Þrír menn hafa verið handteknir og tveir eru enn á flótta. Vísir/AFP
Lögreglan í París segir að ræningjar sem rændu skartgripum sem metnir eru á um hálfan milljarð króna á Ritz hótelinu í gær hafi misst ránsfenginn. Allir skartgripirnir fundust í tösku sem fannst nálægt hótelinu. Þrír menn hafa verið handteknir og tveir eru enn á flótta.

Ræningjarnir þrír sem voru handteknir voru vopnaðir öxum þegar þeir réðust til atlögu og brutu rúður í skartgripaverslun á hótelinu.

Þeir voru svo króaðir af á hótelinu og voru gómaðir með nokkuð af skartgripum en hinir tveir biðu fyrir utan á vespu og bíl. Þeir flúðu af vettvangi þegar þeir sáu í hvað stefndi. Samkvæmt frétt BBC fundust hinir skartgripirnir sem saknað var í tösku sem maðurinn á vespunni missti. Hann mun einnig hafa misst vopn sitt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×