Handbolti

Rúnar: Búnir að horfa ógeðslega mikið á Svíana

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rúnar Kárason skoraði fimm mörk í dag
Rúnar Kárason skoraði fimm mörk í dag vísir/epa

„Svekkjandi í lokin að við skildum ekki sigla þessu heim með svona fimm mörkum, en sigurinn er fyrir öllu,“ voru fyrstu orð Rúnars Kárasonar eftir sigur Íslendinga á Svíum á Evrópumótinu í handbolta í Króatíu við Henry Birgi Gunnarsson.

Ísland vann tveggja marka sigur, 26-24, eftir að hafa komist tíu mörkum yfir í byrjun seinni hálfleiks.

„Virkilega gott að byrja svona sannfærandi í mótinu. Þessi byrjun hjá okkur var geggjuð og að fá Bjögga [Björgvin Pál Gústavsson] svona fáránlega sterkan og taka allt sem fór miður í vörninni.“

Björgvin Páll varði 15 skot í leiknum, þar af tvö víti, og var með 38 prósenta markvörslu.

„Mér fannst vörnin vera allt í lagi, geggjað að við höfum ná að stilla okkur svona vel saman í þennan mikilvæga leik,“ sagði Rúnar.

Íslenska liðið var ekki sannfærandi í síðustu æfingaleikjunum fyrir mótið gegn Þjóðverjum, en mættu vel tilbúnir í þennan leik.

„Við vorum búnir að horfa ógeðslega mikið á þá, var orðið drepleiðinlegt í lokin, en það margborgaði sig. Það kennir krökkunum heima að heimavinnan er mikilvæg. Leikplanið virkaði 100 prósent og var í rauninni bara agaleysi í seinni hálfleik og kannski farið að draga aðeins af Aroni [Pálmarssyni] sem var búinn að vera allt í öllu ásamt Óla [Guðmundssyni].“

„Þetta var orðið svolítið óþægilegt en þegar Janus [Daði Smárason] setur hann úr horninu og Arnór [Þór Gunnarsson] setti víti þá kom bara sigurvíman yfir,“ sagði sáttur Rúnar Kárason að leikslokum.
 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.