Erlent

Tvítugur Celtics-aðdáandi vann hundruð milljóna dollara

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Shane Missler er mikill Celtics-aðdáandi en hér sést hann á leik með systur sinni.
Shane Missler er mikill Celtics-aðdáandi en hér sést hann á leik með systur sinni.

Shane Missler, tvítugur Boston Celtics aðdáandi frá Flórída í Bandaríkjunum datt heldur betur í lukkupottinn um síðustu helgi. Hann vann 451 milljón dollara í Mega Millions lottóinu. BBC greinir frá.

Í íslenskum krónum er upphæðin um 46 milljarðar en Missler ákvað reyndar að fá eingreiðslu upp á 281 milljónir dollara, um 30 milljarða króna, í stað þess að þiggja heildarvinningin yfir lengra tímabil.

Vinningurinn er sá fjórði stærsti í sögu Bandaríkjanna en Missler var með fimm tölur auk bónustölunnar réttar þegar dregið var fyrir viku síðan.

Hann fór með vinningsmiðann á skrifstofur lottósins í gær ásamt föður hans og lögfræðingi. Hann hefur miklar hugmyndir um hvað hann ætli að gera við vinninginn.

„Ég er bara tvítugur en ég vonast til þess að geta gert ýmislegt, hjálpa fjölskyldunni minni og vonandi gera eitthvað gott fyrir mannkynið,“ sagði Missler í tilkynningu frá lottóinu.

Lögfræðingur Missler segir að hann hafi sagt upp störfum hjá vinnuveitenda sínum en hann keypti svokallaðan sjálfvalsmiða í 7-Eleven í heimabæ sínum í Flórída.

Í samtali við http://www.tampabay.com/news/Florida-man-20-claims-450M-Mega-Millions-jackpot_164445230http://www.tampabay.com/news/Florida-man-20-claims-450M-Mega-Millions-jackpot_164445230 segir Missler að hann ætli nú að skemmta sér.

„Ég ætla að sjá um fjölskylduna, skemmta mér og tryggja það að peningarnir geri það að virkum að ég skilji eftir arfleið langt fram í tímann.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.