Enski boltinn

Cardiff valtaði yfir Sunderland

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Paterson skoraði tvö mörk í dag
Paterson skoraði tvö mörk í dag

Cardiff fór upp í annað sæti ensku Championship deildinni með öruggum sigri á Sunderland í hádeginu í dag.

Callum Paterson kom Cardiff yfir strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks með skalla eftir hornspyrnu. Leikurinn fór svo úr öskunni í eldinn fyrir Sunderland þegar Didier Ndong var rekinn af velli þremur mínútum síðar.

Ndong fór í tæklingu við Junior Hoilett með takkana hátt og fór í legginn á Hoilett.

Joe Ralls tvöfaldaði forystu Cardiff á 55. mínútu og Paterson bætti við sínu öðru marki og kláraði leikinn fyrir Cardiff á 80. mínútu. Anthony Pilkington bætti við fjórða markinu á lokasekúndum leiksins og rak smiðshöggið í kistu Sunderland.

Aron Einar Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Cardiff frekar en undanfarið þar sem hann er enn að ná sér eftir aðgerð á fæti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.