Körfubolti

Stærsti sigurinn í 22 ár

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Friðrik Þór Stefánsson átti 3 af 96 stigum Tindastóls
Friðrik Þór Stefánsson átti 3 af 96 stigum Tindastóls vísir/hanna

Tindastóll valtaði yfir bikarmeistara síðustu tveggja ára og Íslandsmeistara síðustu fjögurra ára, KR, 69-96 í úrslitaleiknum í Maltbikar karla.

Sigur Tindastóls var sá stærsti í 22 ár í sögu bikarúrslitaleikja karla og sá næst stærsti frá upphafi.

Stærsti sigurinn kom árið 1993 þegar Keflavík vann Snæfell með 39 stigum, 115-76.

Árið 1996 áttust Haukar og ÍA við í úrslitum bikarsins og unnu Haukar þá með 27 stigum, líkt og Tindastólsmenn gerðu í dag.

Stærstu sigrar í bikarkeppni KKÍ
1993 Keflavík - Snæfell 115-76 (39 stig)
2018 Tindastóll - KR 96-69 (27 stig)
1996 Haukar - ÍA 85-58 (27 stig)
2005 Fjölnir - Njarðvík 64-90 (26 stig)
2003 Keflavík - Snæfell 95-71 (24 stig)
1998 Grindavík - KFÍ 95-71 (24 stig)


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.