Enski boltinn

Upphitun: Guardiola mætir á Anfield

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tveir leikir verða spilaðir í ensku úrvalsdeildinni í dag. Arsenal ætti að geta náð sér í nokkuð auðveldan sigur á meðan Liverpool fær stóra prófraun á Anfield þegar meistaraefnin í Manchester City mæta í heimsókn.

Arsenal sækir lið Bournemouth heim en Arsene Wenger og félagar verða að ná sér í sigur til þess að halda sér í baráttunni um eitt af fjórum efstu sætunum.

Bournemouth er í harðri baráttu í neðri hluta deildarinnar, en pakkinn frá 10. sæti og niður á botninn er mjög þéttur.

Arsenal hefur gert þrjú jafntefli í síðustu fjórum leikjum sínum og hefur ekki tapað síðan liðið lá fyrir Manchester United á heimavelli í byrjun desember.

Stórleikur umferðarinnar fer svo fram á Anfield í Liverpool þar sem heimamenn taka á móti Manchester City. Þegar þessi lið mættust á Etihad vellinum í september tók City Liverpool í kennslustund og valtaði yfir þá 5-0.

Liverpool er á góðu skriði og hefur ekki tapað í síðustu 13 deildarleikjum sínum. City hefur hins vegar ekki tapað deildarleik á tímabilinu.

Sigur væri mjög verðmætur fyrir Klopp og félaga, á meðan Pep Guardiola má alveg við því að tapa þessum leik, City er í raun búið að vinna deildina þó tölfræðilega sé enn möguleiki á öðru. Það þýðir hins vegar ekki að hann vilji tapa, hér mætast tvö sókndjörf lið og verður líklegast skotsýning á Anfield.

Leikir dagsins:

13:30 Bournemouth - Arsenal, beint á Stöð 2 Sport

16:00 Liverpool - Manchester City, beint á Stöð 2 Sport




Fleiri fréttir

Sjá meira


×