Handbolti

Ásgeir Örn: Hræðilegur tónlistarsmekkur hjá ungu mönnunum

Henry Birgir Gunnarsson í Split skrifar
Ásgeir Örn brýst í gegnum vörn Svía.
Ásgeir Örn brýst í gegnum vörn Svía. vísir/ernir
„Það var frábært að byrja mótið vel og mönnum pínulítið létt að hafa landað sigri,“ segir reynsluboltinn Ásgeir Örn Hallgrímsson sem hefur séð þetta allt saman áður með landsliðinu.

Það var talað um nýtt upphaf hjá landsliðinu á HM fyrir ári síðan og liðið steig svo jákvætt skref í rétta átt gegn Svíum.

„Algjörlega. Það var mikið talað um nýja menn í fyrra en nú eru menn árinu eldri og reynslumeiri. Þessi Svíaleikur var samt bara einn leikur og við erum ekkert að fara fram úr okkur,“ segir Ásgeir og bætir við að stemningin sé alltaf svipuð í landsliðinu þó svo tónlistarsmekkur ungu mannanna sé ekkert sérstakur.

„Hann er hræðilegur. Þetta er ekki hægt. Ég var einmitt að tala við Ými sem stýrði tónlistinni fyrir leikinn í gær. Hann var tekinn á eintal um þennan playlista. Hann gerði nokkur stór mistök þar,“ segir Ásgeir léttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×