Handbolti

Arnór Þór: Íþróttamenn þrífast á að spila í svona stemningu

Henry Birgir Gunnarsson í Split skrifar
Arnór Þór naut veðurblíðunnar í Split í gær.
Arnór Þór naut veðurblíðunnar í Split í gær. vísir/ernir
Hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson ætlar að fylgja eftir góðum leik gegn Svíum í toppslagnum gegn Króatíu í kvöld.

„Það var erfitt að ná sér niður eftir Svíaleikinn en það hafðist allt á endanum,“ segir norðanmaðurinn ljúfi en hvernig var að mæta Svíunum í morgunmatnum?

„Þeir voru svolítið litlir í sér en ég spjallaði við einn félaga minn í Bergischer og hann sagði bara áfram gakk.“

Arnór Þór telur að liðið eigi enn meira inni frá Svíaleiknum.

„Við þurfum að gera betur í þessum köflum þar sem liðið dettur niður. Það var of langur kafli,“ segir Arnór en hann elskar leiki eins og bíða í kvöld

„Þess vegna erum við í þessu. Það er svo gaman að spila fyrir framan fulla höll þar sem er stemning og við íþróttamenn þrífumst á þessu. Ég hlakka mikið til að spila á móti Króötunum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×