Atletico heldur í við Börsunga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gameiro fagnar marki sínu í dag.
Gameiro fagnar marki sínu í dag. Vísir/Getty

Atletico Madrid minnkaði forystu Barcelona á toppi spænsku 1. deildarinnar í sex stig með 1-0 sigri á Eibar í kvöld.

Kevin Gameiro skoraði eina mark leiksins á 27. mínútu en Diego Simeone gerði í dag tíu breytingar á byrjunarliði sínu frá 3-0 sigri Atletico á Lleida í spænsku bikarkeppninni á þriðjudag.

Diego Costa var ekki í leikmannahópi Atletico í dag enda fékk hann að líta rauða spjaldið í fyrsta leik sínum með liðinu, gegn Getafe um síðustu helgi.

Eibar hafði þar til í dag leikið sjö leiki í röð í spænsku deildinni án þess að tapa og unnið sex þeirra. Liðið er í sjöunda sætinu með 27 stig.

Barcelona getur endurheimt níu stiga forystu á toppnum með sigri á Real Sociedad annað kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.