Fótbolti

FIFA fordæmir Spartak

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
vísir/getty

FIFA hefur fordæmt rússneska félagið Spartak Moskvu eftir að það tísti myndbandi af leikmönnum sínum í æfingaferð í Dubai með niðrandi yfirheiti.

„Þetta tíst frá opinberum aðgangi Spartak ýtir undir fordómana sem eru gegn svörtu fólki í Rússlandi,“ segir í yfirlýsingu frá Kick It Out, herferð enska knattspyrnusambandsins sem miðar að því að útiloka kynþáttafordóma í fótbolta.

Sjá einnig: Spartak í vanda: „Sjáið súkkulaði bráðna“

„Þar sem Heimsmeistaramótið mun fara fram eftir nokkra mánuði þá minnir þetta okkur á að Rússland, sem og fótboltaheimurinn allur, á enn mikið verk fyrir höndum að útrýma kynþáttafordómum.“

Yfirlýsing FIFA var á sömu nótum og sú frá Kick It Out. Alþjóðasambandið sagði þó að ef ætti að refsa félaginu fyrir tístið þá þyrfti sú refsing að koma frá rússneska knattspyrnusambandinu.

„Allir fordómar á vellinum eða utan hans eru óásættanlegir og eiga ekki heima í fótbolta,“ sagði í yfirlýsingu FIFA.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.