Handbolti

Besti leikmaður Serba meiddur

Henry Birgir Gunnarsson í Split skrifar
Vujin í leiknum gegn Króötum. Hann spilaði aðeins í átta mínútur.
Vujin í leiknum gegn Króötum. Hann spilaði aðeins í átta mínútur. vísir/epa
Serbneska stórskyttan frá Kiel, Marko Vujin, er meidd og spilar ekki með Serbum gegn Svíum í dag.

Vujin gat aðeins spilað í rúmar átta mínútur í leiknum gegn Króötum í fyrradag og skoraði þá eitt mark úr þremur skotum sínum.

Serbarnir hafa ekki afskrifað hann fyrir átökin gegn Íslandi á þriðjudag en Vujin er klárlega tæpur fyrir þann leik.

Það koma því ekki góð tíðindi fyrir Alfreð Gíslason, þjálfara Kiel, frá Split enda meiddist annar leikmaður hans, Króatinn Domagoj Duvnjak, í leiknum gegn Serbum og verður frá í einhvern tíma.


Tengdar fréttir

EM-dagbókin: Keðjureykjandi Króatar

Hin stórkostlega íþróttaþjóð Króatía hefði mjög gott af því að eiga eitt stykki króatískan Þorgrím Þráinsson því hér reykja svo gott sem allir.

Arnar Freyr: Þetta verður klikkað

Línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson var enn brosandi daginn eftir sigurinn á Svíum. Sérstaklega sætt fyrir hann þar sem hann spilar í Svíþjóð.

Janus Daði: Mér líður vel þegar mikið er undir

Janus Daða Smárason átti mjög sterka innkomu í íslenska liðið á lokamínútunum gegn Svíum þegar spennustigið var í hámarki. Verður gaman að fylgjast með honum gegn Króötum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×