Handbolti

Liðin 25 ár síðan Ísland náði síðast að vinna Króatíu

Henry Birgir Gunnarsson í Split skrifar
Úr leik Íslands og Króatíu á EM árið 2010. Þá náði Ísland síðast að fá eitthvað úr leik gegn Króötum.
Úr leik Íslands og Króatíu á EM árið 2010. Þá náði Ísland síðast að fá eitthvað úr leik gegn Króötum. vísir/afp
Strákarnir okkar hafa ekki sótt gull í greipar Króata er liðin hafa mæst á handboltavellinum.

Ísland hefur aðeins unnið einn leik gegn Króötum og það var fyrsti keppnisleikur þjóðanna sem fór fram í Hafnarfirði árið 1993. Þá vann Ísland, 24-22.

Síðan þá hafa liðin mæst átta sinnum. Króatía hefur unnið sjö af þeim leikjum og einu sinni varð jafntefli. Það var á EM í Austurríki árið 2010.

Síðast mættust þjóðirnar á EM í Póllandi fyrir tveim árum síðan. Þá unnu Króatar stórsigur, 37-28.

Svo allt sé upp á borðum þá vann Ísland sigur á Króatíu á World Cup í Svíþjóð árið 2004. Það var vináttulandsleikur.

Það verður því við ramman reip að draga hjá strákunum okkar í dag en það var svo sem vitað fyrir.


Tengdar fréttir

EM-dagbókin: Keðjureykjandi Króatar

Hin stórkostlega íþróttaþjóð Króatía hefði mjög gott af því að eiga eitt stykki króatískan Þorgrím Þráinsson því hér reykja svo gott sem allir.

Besti leikmaður Serba meiddur

Serbneska stórskyttan frá Kiel, Marko Vujin, er meidd og spilar ekki með Serbum gegn Svíum í dag.

Janus Daði: Mér líður vel þegar mikið er undir

Janus Daða Smárason átti mjög sterka innkomu í íslenska liðið á lokamínútunum gegn Svíum þegar spennustigið var í hámarki. Verður gaman að fylgjast með honum gegn Króötum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×