Erlent

Fleiri klámmyndaleikkonur segjast hafa átt í samskiptum við Trump

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Síðastliðinn föstudag greindi Wall Street Journal frá því að lögmaður forsetans hefði greitt fyrrverandi klámmyndastjörnu 130 þúsund dali einum mánuði fyrir forsetakosningarnar 2016.
Síðastliðinn föstudag greindi Wall Street Journal frá því að lögmaður forsetans hefði greitt fyrrverandi klámmyndastjörnu 130 þúsund dali einum mánuði fyrir forsetakosningarnar 2016. Vísir/AFP

Klámmyndaleikkonan Alana Evans segir að sér hafi verið boðið upp á hótelherbergi Donalds Trump Bandaríkjaforseta árið 2006. The Guardian greinir frá

Leikkonan segir í samtali við The Daily Beast að hún hafi farið upp á hótelherbergi Trump og að hann hafi elt hana um herbergið á nærbuxunum. Að öðru leyti vildi hún ekki tjá sig frekar um málið.

Síðastliðinn föstudag greindi Wall Street Journal frá því að lögmaður forsetans hefði greitt fyrrverandi klámmyndastjörnu, Stormy Daniels, 130 þúsund dali einum mánuði fyrir forsetakosningarnar 2016. Greiðslan var vegna samkomulags  um að hún myndi ekki segja  frá því að hafa stundað kynlíf með forsetanum árið 2006.

Wall Street Journal sagði að leikkonan hafði stundað mök við forsetann eftir golfmót við Tahoevatn sumarið 2006 en Trump og Melania Trump gengu í það heilaga árið 2005. Hvíta húsið og lögmaðurinn þvertóku fyrir að þetta væri satt.

Þriðja klámmyndaleikkonan, Jessica Drake, er einnig sögð hafa skrifað undir samning sem banni henni að ræða kynni sín af forsetanum. Drake hefur jafnframt sakað forsetann um kynferðislega áreitni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.